Færslur fyrir maí, 2007

Fimmtudagur 24.05 2007 - 11:24

Fæðubótarefni

Ég fékk fyrirspurn í gestabókina um hvort ég vissi um fæðubótaefni sem væri gott að taka með hlaupum til að þyngja sig. Í fyrsta lagi vil ég vekja athygli á að til að þyngja sig þarf að auka vöðvamassann og það gerist ekki ef eingöngu þolþjálfun eins og hlaup eru stunduð. Lyftingar eru eina leiðin […]

Þriðjudagur 22.05 2007 - 11:22

Algeng mistök í mataræði

Mig langar til að benda á nokkur algeng mistök sem fólki sem er að taka upp heilsusamlegra mataræði hættir til að gera. Telja hitaeiningar Bæði er það hundleiðinlegt, og allt of erfitt fyrir byrjendur að vita hve margar hitaeiningar eru í mismunandi fæðutegundum og reikna það svo allt saman fyrir heila máltíð. Til að byrja […]

Fimmtudagur 17.05 2007 - 18:36

Ertu ólétt?? Lestu þá þetta!!

Fréttir af frjósemi vinkvenna minna rigna yfir mig þessa dagana. Ætli það sé ekki aldurinn sem skýrir þessa framtakssemi í fjölgun mannkynsins, enda dynja á mér spurningar um hvenær lítill Nagli komi í heiminn. Þar sem ég verð brátt umkringd af bumbulínum þá langar mig að koma með fróðleiksmola um líkamsrækt á meðgöngu. Sýnt hefur […]

Þriðjudagur 15.05 2007 - 09:49

Öl er böl !!

Af hverju gerir maður sjálfum sér þetta?? Djammar langt fram eftir morgni og er svo gjörsamlega handónýtur allan sunnudaginn og mánudaginn líka. Þegar vekjaraklukkan hringdi í gærmorgun langaði mig til að gráta og eina hugsunin var „neeeiii….leyfið mér að sofa bara pínu lengur plíííís“. En með herkjum dru#$&aði ég mér framúr og niður í Hreyfingu […]

Fimmtudagur 10.05 2007 - 13:55

Vellíðan eða kíló?

Fór í killer Júróvisjón spinning tíma í morgun sem kom manni aldeilis í gírinn fyrir kvöldið og laugardaginn…. hver kemst ekki í stuð við að spretta við lög eins og Eitt lag enn, Hard Rock Halleluja, Waterloo og Nínu? Lýsið rann af manni í stríðum straumum og allt blóðið sem streymdi niður í fæturna losaði […]

Miðvikudagur 09.05 2007 - 10:02

SFM….hvað er nú það??

Það er ekki í tísku lengur að vera svangur. Það er gömul mýta að til þess að grennast eða missa kíló eigi fólk að svelta sig og vera hungrað allan daginn. Megrunarkúrar hafa verið vinsælir í gegnum tíðina og má nefna nokkur dæmi eins og Atkins, greipsafakúrinn, súpukúrinn, ekki borða neitt fyrir kl. 18, kolvetnasnauði […]

Mánudagur 07.05 2007 - 09:30

Allt búið….í bili

Jæja…. þá er Þrekmeistarinn yfirstaðinn að þessu sinni og það er svolítið skrýtið að það sem ég æft eins og skepna fyrir síðustu mánuðina er allt í einu bara búið. Ég bætti tímann minn frá í október um 1:18 mínútu og er bara mjög sátt við það. Markmiðið fyrir keppnina var að bæta tímann minn […]

Föstudagur 04.05 2007 - 13:29

Með hnút í maga

Nú eru bara 24 tímar í Þrekmeistaramót og kvíðahnúturinn í mallanum stækkar með hverri mínútunni og er á leiðinni alveg upp í kok. Mér líður eins og í gamla daga þegar ég var að fara í erfitt próf í skólanum, alveg að farast úr stressi og búin að ímynda mér að allt hið versta geti […]

Fimmtudagur 03.05 2007 - 11:50

Spegill, spegill, herm þú mér….

Ég ráðlegg fólki sem er að gera heilsusamlegar lífsstílsbreytingar að henda vigtinni út í hafsauga. Þrátt fyrir þessar predikanir freistast ég sjálf alltof oft og uppsker aldrei neitt nema svekkelsi enda er talan sem kemur upp á vigtinni aldrei sú rétta. Fitumælingaklípur, fötin manns, spegilinn og eigin líðan eru miklu betri mælikvarði á hvort árangur […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is