Færslur fyrir apríl, 2010

Miðvikudagur 28.04 2010 - 22:31

garðurinn sem enn ekki fæst til afnota

Ég fór í dag og skoðaði garðana sem búið er að úthluta en sem við fáum ekki aðgang að á aðalútsáningartímabilinu, vegna hægagangs í einhverju kerfi. Ég fékk sumsé að vita að ég fengi garð fyrir einhverju alllöngu síðan, svo fékk ég að vita eftir óþolinmæðisímtal að ég gæti svo sem komið og sótt lásinn, […]

Miðvikudagur 28.04 2010 - 21:42

gosorð

sallaróleg – öskuill – hrauna ég yfir þig – þú snertir kvikuna í mér – það gaus upp mér löngun… Ég lýsi eftir fleiri gostengdum hugtökum. Ekki til að markaðssetja kremið „Eilíf aska“ sem varð til á feisbúkk í gær. Og endaði í að verða hvað skal maður kalla það sem notað er til að […]

Sunnudagur 25.04 2010 - 14:07

blóm

Það veit ekki á gott að vakna allt of snemma daginn sem maður er búinn að lofa sjálfum sér að sofa út eftir langan dag og kvöld. Ég hef ekki afkastað nema broti af því sem ég ætlaði mér og hef eiginlega eytt þessum fagra degi í vitleysu. Fyrir utan símtölin við vinkonurnar kannski. Reyndar […]

Fimmtudagur 22.04 2010 - 06:11

Gleðilegt sumar!

Megi bættur hugsunarháttur jafnt hjá yfirvöldum sem og í þjóðarhjartanu einkenna sumarið 2010. Eitt af því sem mig hefur alltaf dreymt um að gera, er að setjast undir kirsuberjatré þegar fyrstu blómaknúpparnir fara að koma og sjá þá springa út. Þetta gera víst Japanir. Segir sagan. Ég þekki næstum engan Japana persónulega, en vinur minn […]

Miðvikudagur 21.04 2010 - 11:34

Myndir af bóksala við Signu

Lifið í friði.

Miðvikudagur 21.04 2010 - 06:28

bouquiniste, frb. búkkíníst: bóksali

Á eftir fyllum við hjónin okkar eðalbláa Citroën af bókakössum og ökum sem leið liggur niður að miðju Parísar. Þar, á Quai des grands Augustins, gegnt númer 53bis, opnar Arnaud svo bóksöluna sína í grænum kössum um hádegisbilið. Arnaud, le bouquiniste. Ég get svo sem lofað mynd, en ég gæti samt verið að lofa upp […]

Föstudagur 16.04 2010 - 05:40

fjallið

Ég fékk þessi skilaboð frá gömlum bekkjarfélaga: Ef Kristín kemst ekki til fjallsins, kemur fjallið til Kristínar. Mér finnst þau svolítið skemmtileg og eftir sæmilegan nætursvefn – draumarnir snerust vitanlega um alls konar náttúruhamfarir og ég var auðvitað með pínulítið ungabarn – og róandi athugasemd frá Ellu, líður mér eitthvað betur. Hér tala fjölmiðlar ekki […]

Fimmtudagur 15.04 2010 - 21:11

hræðsla

Þetta myndband hræðir mig. Ég skildi engan veginn í morgun hvernig fólk gat verið að grínast með öskufall, fyrir mér er orðið beintengt við móðuharðindin og hryllilegar afleiðingar þá. Ég hafði frekar áhyggjur af fólki og dýrum en mig grunaði ekki að ég væri í nokkurri hættu. Ég trúi því að við séum líklega betur […]

Þriðjudagur 13.04 2010 - 12:09

grænmetiskássan sem galdraðist fram í skýrslulostinu

Í gær var ákveðið á foreldrafundi um morguninn að hafa spagettí í kvöldmatinn. Þegar það er spagettí í kvöldmatinn er langsamlega oftast sósa úr krukku höfð með, stundum blönduð túnfiski eða kjöti á tyllidögum. En svo kom í ljós að næturgesturinn okkar ætlaði að koma heim í kvöldmat og þá fannst mér ótækt að gera […]

Sunnudagur 11.04 2010 - 15:05

bojkott og gísling

Ég hef lengi argast út í það að á hverjum degi neyðist ég til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem ég fyrirlít. Það er einfaldlega langoftast bara hreint ekkert val. Nú er ég alveg steinhissa á því að hafa ekki séð neina almennilega úttekt á eignum og lífsstíl Vilhjálms Bjarnasonar eftir að hafa afþakkað gjafabréf […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is