Þriðjudagur 28.6.2011 - 08:31 - Rita ummæli

Elsku vinir

Ég hef flutt óskalistann yfir á bergruniris.com

E-ar breytingar verða gerðar á þeirri síðu, en bloggið mun lifa og verða virkara en það hefur verið upp á síðkastið. Endilega hendið mér í rss og ekki gleyma að adda óskalistanum á facebook.

Takk fyrir samfylgdina hér á Eyjunni.

xxx
Begga

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 22.6.2011 - 16:55 - Rita ummæli

Begga málari

Endilega kíkið á málverk og barnaherbergi hér á síðunni.

Barnaherbergi – fleiri myndir hér

Fleiri myndir af málverkum hér

Flokkar: Beggudót

Laugardagur 4.6.2011 - 12:50 - Rita ummæli

Pin Up!

Breski fatahönnuðurinn Lulu Guinness er algjör snillingur. Hún lét gera risastórt pinnabretti í London (Damn it ég man ekki hvað þetta heitir en bróðir minn átti svona back in the 90’s). Vegfarendum var svo frjálst að búa til sínar eigin „pin up“ myndir og líta út fyrir að skemmta sér konunglega. Það var einmitt bróðir minn sem sendi mér þessar skemmtilegu myndir enda er þetta blessaða „pinnabretti“ búið að þvælast á milli okkar systkinanna í mörg ár.

Meira hér: fashionistabarbieuk.com

Lulu Guinness er á TwitterFacebook og luluguinness.com.

Flokkar: List og hönnun
Efnisorð: , ,

Miðvikudagur 1.6.2011 - 19:26 - Rita ummæli

Alvöru „playstation“

Á Scandic hótelunum í Evrópu er að finna þessa æðislegu leikaðstöðu fyrir börn. Ég myndi nú bara sjálf breytast í barn nálægt þessari hönnunarsnilld.

Sjónvarp á gaflinum, gat til að kíkja í gegn, útdraganlegt eldhús, bílskúr fyrir dótabílana, blaðarúlla og margt fleira

Camilla Lundsten er heilinn á bak við fegurðina og hefur einnig hannað fyrir Brio, Ikea, Åhléns ofl. Heimasíðan hennar er frábær og auðvelt að gleyma sér þar í lengri tíma.

Flokkar: Börn · List og hönnun · Skipulag
Efnisorð: , ,

Mánudagur 23.5.2011 - 15:55 - Rita ummæli

DIY fyrir dótabílana

Snilld! Ætla að búa svona til fyrir Darra Frey – Mynd af Pinterest

Flokkar: Börn · DIY
Efnisorð: ,

Mánudagur 23.5.2011 - 15:45 - 1 ummæli

ég vildi að ég ætti hús með stiga…

don’t mind if I do! Sætur stigi í fallegum lit. – Mynd af House to Home

Ég dett stundum í að telja þrepin þegar ég labba upp stiga. Sérstaklega ef ég er að fara upp í vitahús eða ganga upp þrep í fjallshlíðum. Ef það væri stigi heima hjá mér myndi ég pottþétt merkja þrepin með tölum og þá væri málið afgreitt og áráttan óþörf 😉 Fyrir utan hvað þetta er sætt. – Mynd af Haystack Needle

Veggfóðri með fallegu mynstri skellt á þrepin – Mynd af OrlaKiely

Litríkt og skemmtilegt milli húsa – Mynd af Pinterest

Gullfallegur viður – Mynd frá Home Town Girl

Fyrir þá mínímalísku – mynd af Style Board

Ahh svo fínt – af Entertaining with style

Flokkar: Breytingar · DIY · Heimilið
Efnisorð: , ,

Fimmtudagur 12.5.2011 - 00:13 - Rita ummæli

Mmmm matar-list!

Nýja uppáhalds síðan mín – TheyDrawAndCook – Gullfallegar myndskreyttar uppskriftir eftir fjölmarga ólíka listamenn. Væri gaman að skella inn teikningu þarna við tækifæri.

Flokkar: Lífstíll og heilsa · List og hönnun
Efnisorð: , , ,

Þriðjudagur 26.4.2011 - 21:19 - 2 ummæli

Rokkuð íbúð í London

Ég er daglegur gestur á Design Sponge, þar eru ekki bara frábær DIY verkefni og skemmtileg make-over, heldur líka „innlit“ í flottar og áhugaverðar íbúðir. Þessi rokkaða íbúð er í eigu hönnuðarins Jimmie Martin og ljósmyndarans Rick Schultz. Þarna ægir saman stílhreinni hönnun, skærum litum, ofhlöðnum skrautmunum og persónulegum smáhlutum.

Pönkveggurinn

Æðislegur rúmgafl! Langar að skrifa þessa setningu einhvers staðar inn í svefnherbergið hjá mér.

Skemmtilegir púðar!

Takið eftir myndinni og hauskúpunni upp á eldhúsinnréttingunni

Ég elska svona litla hnetti. Sonur minn á einn sem var afmælisgjöf frá bróður mínum og mágkonu. þessir sætu hlutir prýða náttborðið öðru megin við rúmið. Mér myndi bregða að vakna við hliðina á krumma, en þetta er samt töff. Töff er líklega samnefnarinn yfir flest þarna inni, ekki satt ?

Flokkar: Heimilið · List og hönnun
Efnisorð: , , ,

Föstudagur 22.4.2011 - 12:59 - 1 ummæli

Gleðilega páska

Ég tók mig til og skellti í litla kökudiska og spreyjaði fyrir 9. þátt af Innlit/Útlit og á núna smá afgang af gulu spreyi og er hálf friðlaus hérna heima að leita að einhverjum hlut til að spreyja skærgulan.

Mynd af Fabulous K

Mynd af Systraseið

Mynd af Mabel’s House

Mynd og nánari leiðbeiningar á Chick Little House

Mynd af Simply Grove

Mynd af Apartment Therapy – en þar er líka þessi listi yfir verslanir þar sem hægt er að versla eftir litum:

  1. FLOR
  2. Color Story Home
  3. Pieces
  4. Etsy
  5. Dash & Albert
  6. Mottega
  7. Target
  8. Macy’s
  9. Calico Corners
  10. Walnut Wallpaper

Flokkar: Breytingar · DIY · Smáhlutir
Efnisorð: , , , , ,

Föstudagur 22.4.2011 - 12:41 - Rita ummæli

og enn af fallegum fatahengjum

Þetta fallega fatahengi heitir „Game of trust“ og er hugarsmíð hönnuðarins Yiannis Ghikas

Og dásemdin er til í mismunandi litum – ég myndi vilja þessa bláu og brúnu lengst til vinstri.

Í draumaandyrinu mínu væri hinsvegar hnotuútgáfan af „Hang it all“ eftir Eames hjónin. Litríku kúlurnar hafa ekki náð að heilla mig, en hnota er uppáhaldsviðurinn minn og ég fæ illt í magann mig langar svo í þessa snaga!

Mynd fundin á Svart á hvítu

Mynd fundin á Cork Grips

Þórunn Högna er líka með tvo DIY snaga í nýjasta Hús og Híbýli sem gaman væri að nýta sem innblástur, finna sér fallega spítu, mála hana og skella á skemmtilegum hnúðum, krókum eða snögum.

Flokkar: List og hönnun · Skipulag
Efnisorð: ,

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is