Þriðjudagur 3.1.2017 - 16:45 - FB ummæli ()

Handritin og hálendið

Við lestur greinar eftir Guðmund Gunnarsson á Stundinni, Hálendið mesta auðlind Íslands, rifjaðist upp fyrir mér að árið 2002 ritaði ég grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni Handritin og hálendið. Ég leyfi mér að birta hana hér því enn á hún fullt erindi við landsmenn og reyndar heimsbyggðina alla!

Lesa áfram »

Flokkar: Dægurmál · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

Þriðjudagur 22.11.2016 - 19:40 - FB ummæli ()

Hinn fjórþætti vandi

screen-shot-2016-11-22-at-20-33-52Jón Steinsson, hagfræðingur, er órhæddur og stendur með þjóðinni sem kaus í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 að auðlindir skyldu vera eign hennar en ekki örfárra, gráðugra fjölskyldna.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/11/22/truir-ekki-ad-vg-lati-thjonkun-vid-utgerdarmenn-standa-i-vegi-fyrir-umbotastjorn/

Yfir 83% vildu auðlindir í þjóðareign. Að vísu skilja lögfræðingar ekki orðið þjóðareign því þeir eru allt of margir húkkaðir á lagakróka.

En þjóðin skilur hvað þjóðareign merkir, enda hugsar hún með hjartanu.
Kvótakerfið er flókið troll, hnýtt úr fjórþættu garni: B, D, V og S. Fjórflokkurinn svonefndi er guðfaðir þessa spillta kerfis. VG á í vandræðum með kvótakerfið í stjórnarmyndunarviðræðun, ef marka má fréttir. Þau í VG verða að losa sig af krókunum.

Fjórþættur þráður kann að vera sterkur, eins og Gordíons-hnúturinn forðum. Hann var fagurlega spunninn og vandlega hnýttur.

En hvað gerði Alexander mikli?

Hann hjó bara á´ann!

Hvað eigum við að gera med kvótahnútinn?

Við skulum bara höggv´á´ann!

Núna!

screen-shot-2016-11-22-at-20-36-10

Flokkar: Stjórnmál og samfélag
Efnisorð: , , , , , , , ,

Mánudagur 4.4.2016 - 16:03 - FB ummæli ()

Hverjir sviku þjóðina?

svikÍ mínum huga er það augljóst hverjir sviku þjóðina og bera ábyrgð á því ástandi sem nú er í landinu.

Það eru þingmennirnir sem sviku hana í stjórnarskrármálinu, sviku vilja hennar, sem kom skýrt fram í þjóðarakvæðagreiðslunni  20. október 2012.

Nýja stjórnarskráin kallar m.a. eftir opnu og gegnsæu þjóðfélagi, samfélagi réttlætis og sannleika og eignarhaldi þjóðar á helstu auðlindum landsins.
Arðurinn af auðlindunum er nú m.a. geymdur í skattaskjólum víða um heim, meðan heilbrigðiskerfið berst í bökkum, eftirlaunakerfið er laskað og ungt fólk getur hvorki keypt né leigt sér húsnæði.

Þingmenn sem drógu lappirnar í stjórnarskrármálinu og vildu sjá til og semja, víla og díla, bera ábyrðina á þeim ótrúlega farsa sem nú er sýndur á fjölum hins pólitíska leikhúss landsins.

Þessir þingmenn eru í öllum flokkum.

Þeir sviku þjóðina – en geta enn snúið við blaðinu. Það heitir iðrun á klassísku máli.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 20.3.2016 - 17:52 - FB ummæli ()

Tímamót – kveðjumessa í Neskirkju

PalmasunnudagurÚr ræðunni:

„Vesturlönd ganga í gegnum breytingar og margir vilja skera á fornar rætur menningarinnar og telja að maðurinn geti fundið upp eitthvað betra sjálfur. Ég efa það stórlega. Á sama tíma og þeim fjölgar sem segja skilið við kirkju og kristni á Vesturlöndum, vex kirkjan hröðum skrefum í Kína. Og hinir kristnu þar vita margir hverjir hvernig þeir geta haft sem mest áhrif á samfélagið. Ég hlýddi nýlega á ufjöllum BBC4 um kristni í Kína. Þar kom fram að kristnir kínverjar ganga í kommúnistaflokkinn til að geta haft áhrif á samfélgið. Um 40% meðlima flokksins eru kristnir. Og áhrifin má sjá víðar.“

Hér geturður lesið ræðuna í heild og hlustað á hana með því að taka afrit af slóðinni og líma hana inn í vafrann þinn:

http://ornbardur.com/2016/03/20/timamot-predikun-vid-kvedjumessu-i-neskirkju/#more-1669

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 18.12.2015 - 18:55 - FB ummæli ()

Óþol og sjálfsofnæmi

KristurAllt of margir af ungu kynslóðinni vilja á grunvelli vanþekkingar og grunnhyggni kasta 5-10 þús ára gamalli túlkunahefð á hinu stóra samhengi tilverunnar og fá í staðinn einhvern humanistískan velling. Allt eldra en frá því í gær er úrelt að þeirra mati –  NEMA! – John Lennon – blessuð sé minning hans – sem boðar reyndar í Imagine – EILÍFÐ – sem er ekki fjarri hinum kristna boðskap. Auðvitað verða engin trúarrögð/religion á himnum!

En sjálfsofnæmið og mennigar-eyðingarhvötin sem nú tröllríður Íslandi fer sínu fram. Getur kirkjan ekki gengið fram með tilboð um heimsókn í kirkjuna með samþykki foreldra skírðra barna? Verjumst og sækjum fram! Við verðum að spyrna við fótum gegn þessu óþoli sem er í landinu, óþoli, sjálfsofnæmi og ofsóknum gegn kristinni hefð. Verum upprétt og hugrökk!

Fór á tónleika Paul Mc Cartney í Oslo í júlí (frábær upplifun) og þar hitti ég norskan „number one Beatle-fan i Norge“ og ásamt vinum hans. Gaman var að heyra þá spjalla við konur frá Liverpool, frá kirkjunni – þar sem Lennon lærði að syngja – tala um túrismann í kringum kirkuna og Lennon. Þar lærði hann að hugsa um heiminn á nótum kærleiksboðskaps Krists!

Flokkar: Dægurmál · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 13.12.2015 - 15:26 - FB ummæli ()

Syndarinn

Syndarinn e Ólaf GunnarssonÉg hef fylgst með Ólafi Gunnarssyni rithöfundi í gegnum árin og notið verka hans þar sem hann oftar en ekki glímir við hin stóru stef tilverunnar. Greinilegt er að hann þekkir til «hugsanafljótsins» mikla sem Páll heitinn Skúlason, heimspekiprófessor og fv. háskólarektor, nefndi svo, er hann ritaði grein í tilefni afmælis læriföður míns, Þóris Kr. Þórðarsonar, prófessors í gamlatestamentisfræðum, fyrir um 20 árum og sagði meðal annarra orða: Lesa áfram »

Flokkar: Menning og listir

Laugardagur 29.8.2015 - 15:40 - FB ummæli ()

Afsökunarbeiðni

Í gær, föstudagskvöldið 28. ágúst, fór ég framúr sjálfum mér, sem ekki verður nánar útskýrt hér, með því að birta ósmekklega teikningu á Facabook.

Ég vil biðjast afsökunar á að hafa vegið ómaklega að félögum í Vantrú og öðrum sem kunna að hafa tekið þetta til sín.

Mér þykir leitt að hafa látið þetta frá mér fara og bið þolendur að fyrirgefa mér mistökin.

Myndin/færslan var tekin út af minni Fésbókarsíðu skömmu eftir birtingu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 14.7.2015 - 17:37 - FB ummæli ()

Ólafur Hannibalsson 1935-2015

Olafur HannibalssonÓlafur Hannibalsson lést 30. júní 2015. Hann var afar vel gerður maður, gáfaður, stálminnugur, mikilvirkur samfélagsrýnir, pennaljómi og aktivisti.

Við útförina las ég texta úr elsta spámannaritinu í Gamla testamentinu og sagði þá um spámennina:

„Spámenn GT tilheyrðu ekki valdastéttinni, þeir voru ekki hluti af kerfinu, þeir voru „freelance“, þeir voru aktivistar sem andmæltu konunginum og valdastéttinni. Flestir ef ekki allir spámennirnir voru grýttir fyrir skoðanir sínar.“

Ræðuna yfir Ólafi með söng Andreu Gylfadóttur í miðri ræðu er hægt að nálgast hér:

Minningarorðin

Mér var það heiður að fá að minnast hans með því að sjá um útför hans.

Blessuð sé minning Ólafs.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 3.4.2015 - 18:37 - FB ummæli ()

Langifrjádagur

Páskar 2015

 

Langifjádagur er gamalt nafn föstudagsins langa. Sögnin að frjá þýðir að elska. Dagurinn er þar með hinn langi dagur kærleikans.

Myndina málaði ég í tilefni bænadaga og páska. Hvernig skilur þú gluggana þrjá í myndinni? Smelltu á myndina á heimasíðunni minni og þá stækkar hún.

http://ornbardur.com/2015/04/03/langifrjadagur-den-lange-kjaerlighetens-dag/

Flokkar: Menning og listir · Óflokkað
Efnisorð: , , , , , , ,

Miðvikudagur 25.6.2014 - 11:30 - FB ummæli ()

Ullað á almenning

ny stjornarskraViðbröð mín við skýrslu stjórnarskrárnefndar Alþingis sem birt var 25. júní 2014

 

Skipun þessarar stjórnarskrárnefndar er í raun hneyksli. Skýrsla hennar einkennist af hugleysistali og hálfgildingslausnum. Hún var sett á laggirnar í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um öll helstu efnisatriði frumvarps um nýja stjórnarskrá sem Stjórnlagaráð vann. Meirihluti kjósenda lýsti yfir stuðningi við öll helstu atriðin. Stjórnvöld kæra sig kollótt um vilja þjóðarinnar sem þó er uppspretta valdsins í landinu.

Við búum í landi með gjörspillta stjórnmálahefð sem er fyrir löngu gengin sér til húðar. Traust almennings á Alþingi saðfestir þetta. Spillingin þrífst m.a. í skjóli núgildandi stjórnarskrár. Gallarnir á henni verða ekki lagfærðir með plástrum eða ráðum töfralækna sem ganga erinda sérhagsmunahópa.

Þegar núgildandi stjórnarskrá var samþykkt var það gert nánast með þeim fyrirvara að endurskoða þyrfti hana rækilega á fyrstu árum eftir lýðveldisstofnunina. Heildarendurskoðun hefur aldrei átt sér stað en lagfæringar hafa þó verið gerðar sem ekki ná nógu langt. Stjórnarskrár þarf að endurskoða reglulega í heimi örra breytinga.

Skipun stjórnarskrárnefndar í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar er fáheyrð og ósvífin aðför að lýðræðinu í landinu. Meðferð stjórnvalda og Alþingis á frumvarpinu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar ber vott um klækjastjórnmál og vélabrögð. Þau sem umgangast lýðræðið og þjóðarviljann með þessum hætti ættu að fást við önnur störf.

 

Örn Bárður Jónsson

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is