Miðvikudagur 09.03.2011 - 19:53 - Rita ummæli

Glæsilega sunginn þjóðsöngur!

Flutningur þjóðsöngs Íslendinga hefur löngum verið hörmung við opinberar athafnir hvað snertir þátttöku almennings. Strax fyrir meira en hundrað árum lýsti Steingrímur J. Thorsteinsson yfir áhyggjum af því að söngurinn væri of erfiður til söngs.

Það er engin furða. Söngurinn er of langur og tónsviðið of mikið.

En viti menn?  Á undan leik Íslendinga og Þjóðverja í kvöld sungu áhorfendur í Laugardalshöllinni þjóðsönginn svo vel að undir tók í höllinni.

Og því skyldi það ekki vera hægt?  Ef okkur er í mun, Íslendingum, að sýna hvað í okkur býr, er varla hægt að finna betra tækifæri til þess en við opinbera athöfn, – ekki bara gagnvart erlendum gestum, heldur líka okkur sjálfum.

Húrra fyrir áhorfendum í Laugardalshöllinni í kvöld!!

P. S.  Áhorfendur, sem troðfylltu Höllina, gáfu tóninn fyrir stórgóðan leik íslenska liðsins sem sýndi á löngum köflum, einkum í fyrri hálfleik, sínar bestu hliðar. Allt annað að sjá til liðsins heldur en í leiknum við Þjóðverja á HM.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is