Miðvikudagur 02.02.2011 - 23:28 - 1 ummæli

Þóf í tónlistarnámi

Síðasta haust var mér tilkynnt að fjölskylda mín fengi ekki styrk hjá bæjarfélagi okkar vegna tónlistarnáms tvíbura minna.  Skýringin væri sú að sveitafélög stæðu í stappi við Menntamálaráðuneytið varðandi skiptingu kostnaðar og þangað til að sú skipting væri komin á ásættanlegan flöt væri ekki hægt að greiða þennan styrk.  Ég hafði samband við ráðuneytið, fékk mikinn velvilja varðandi málið en enga niðurstöðu.  Stefnt væri þó að því að klára málið fyrir jól.

Jólin komu og fóru án nokkura viðbragða.  Við höfum aftur sótt um styrk og ekki  i fengið viðbrögð. Það skiljum við hjónin í raun sem neitun.  Við höfum lagt enn meiri kostnað í nám stelpnanna en áður, sem var þó ekki lítill, en það verður að játast að maður klórar sig æ oftar í hausnum eftir því sem fréttir berast um óheyrilegan kostnað við Hörpuna, tónlistarhús sem þarf sem sama áframhaldi þarf að flytja inn tónlistarfólk því engin Íslendingur hefur efni á nauðsynlegu tónlistarnámi.

Nú þegar Reykjavíkurborg dregur úr framlögum virðist loksins einhver hreyfing hafa átt sér stað í þessari umræðu.  Aftur eru sömu rök notuð hjá borg og bæ: það er að verið er að reyna að þrýsta á Menntamálaráðuneytið til að semja um skiptingu kostnaðar.  Hér er þá verið að segja að það eigi að nota börnin til að þrýsta á  eða erfiðleika margra foreldra að leyfa börnum sínum að hefja tónlistanám eða halda því áfram sem bitnar auðvitað í sama stað  á börnunum sjálfum.

Það sem ég þó skil ekki er að eftir margra mánaða þóf sé enn verið að slá á sömu strengi án árangurs.  Af hverju hafa menntayfirvöld og sveitafélög ekki sest niður og leyst málið?  Börnum í tónlistarnámi er nú þegar farið að fækka vegna þessa ágreinings yfirvalda.  Verði ekki mótuð stefna fljótlega verður það aðeins upphafið að tómarúmi íslensks tónlistarlífs.

mwm

Flokkar: Menning og listir

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is