Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 30.05 2014 - 23:00

En orðstír deyr aldregi …

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Ég spái því, því miður, að hinn ömurlegi málflutningur oddvita Framsóknar og flugvallarvina muni skila þeim borgarfulltrúa, fulltrúa sem enginn getur eða vill vinna með. Fulltrúinn og varafulltrúinn (því það er tveir fyrir einn díll í borgarstjórn) munu […]

Fimmtudagur 29.05 2014 - 19:58

Eins konar svar frá Birki Jóni

Í gærmorgun birti ég opið bréf til Birkis Jóns Jónssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Kópavogi hér á síðunni minni. Þar spurði ég hann eftirfarandi spurningar: Hvað finnst þér sem oddvita Framsóknarflokksins í Kópavogi um ummæli oddvita sama flokks um afturköllun á lóð undir mosku í Sogamýri? Í gærkvöldi barst mér eins konar svar á fésbókarsíðunni hans […]

Miðvikudagur 28.05 2014 - 10:43

Opið bréf til Birkis Jóns Jónssonar

Kæri Birkir Jón, nú er ég búin að krefja þig um svör við spurningu sem brennur á mér í nokkra daga án árangurs. Ég fór fínt í það til að byrja með, spurði þig bara á facebook, en hef ekki fengið nein svör. Spurningin er: Hvað finnst þér sem oddvita Framsóknarflokksins í Kópavogi um ummæli […]

Sunnudagur 25.05 2014 - 17:15

Slagurinn sem við verðum alltaf að taka

Þótt ég hafi starfað í stjórnmálum í nokkur ár og hafi skoðanir á öllu mögulegu og ómögulegu hef ég furðulítið gaman að því að deila við fólk eða standa í þrasi um alla hluti. „Pick you battles,“ hef ég sagt við syni mína og fleiri, t.d. þegar sá eldri endaði á að klára veturinn í […]

Föstudagur 14.03 2014 - 23:45

Flókið mál …

Um tilnefningar og sigurvegara á íslensku tónlistarverðlaununum vil ég koma á framfæri að það er alger og helber tilviljun að þetta eru að meirihluta til karlar. Hefði svo auðveldlega getað öfugt. Þetta sá ég á fésbókinni áðan hjá skólasystur minni Sóleyju Tómasdóttur og af gömlum vana var ég næstum búin að læka þótt mér líki […]

Mánudagur 10.03 2014 - 12:22

Tími ófresknanna

Síðustu vikur hefur tilvitnun sem ég rakst á á fésbókinni skotið upp í huga mér aftur og aftur. Hún er höfð eftir Antonio Gramsci: The old world is dying away, and the new world struggles to come forth: Now is the time of monsters.

Miðvikudagur 05.03 2014 - 11:11

Lýðræðinu frestað

Hún vakti ekki mikla athygli, litla fréttin um að Reykjavíkurborg hyggist nýta sér heimild til að fresta fjölgun borgarfulltrúa úr fimmtán í 23 – 31. Einu viðbrögðin sem ég varð var við voru fagnaðarlæti leiðarahöfundar Morgunblaðsins sem vill að borgin gangi enn lengra og fái sveitarstjórnarlögunum breytt svo borgarfulltrúarnir geti haldið áfram að vera bara […]

Mánudagur 03.03 2014 - 14:26

Ómöguleikinn í lífi og starfi

Ég sá viðtal í sjónvarpinu við lögmann sem fékk ómögulegt verkefni. Síminn hringdi og hann var beðinn um að verja Anders Behring Breivik fyrir dómstólum, manninn sem hafði framið hroðalegustu fjöldamorð sem norska þjóðin hefur þurft að þola, alla vega í seinni tíð. Mann sem við flest fyrirlítum, skiljum ekki og sjáum ekki að eigi sér […]

Laugardagur 01.03 2014 - 21:14

Pissað á staur

Ég á dásamlegan hund sem heitir Loki (eða kannski á hann mig). Hann er rúmlega átta ára labrador, blíður, góður en umfram allt skemmtilegur. En hann er ógeldur. Þótt hann sé eins blíður og góður og hugsast getur er honum annt um karlmennsku sína. Þegar við erum í göngutúr og hann verður var við aðra […]

Fimmtudagur 27.02 2014 - 12:03

Ef …

Þau eru mörg „EF-in“ í mannkynssögunni. Eitt er mér hugleikið þessa dagana, „ef“ sem stendur okkur nærri í tíma og hefði gjörbreyta stöðu almennings í landinu þessa dagana og fært fólkinu raunveruleg völd,  svo borgararnir geti ráðið sínum málum og veitt stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. Ef aðeins Alþingi Íslendinga hefði borið gæfu til að samþykkja nýja […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is