Föstudagur 30.05.2014 - 23:00 - FB ummæli ()

En orðstír deyr aldregi …

Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.

Ég spái því, því miður, að hinn ömurlegi málflutningur oddvita Framsóknar og flugvallarvina muni skila þeim borgarfulltrúa, fulltrúa sem enginn getur eða vill vinna með. Fulltrúinn og varafulltrúinn (því það er tveir fyrir einn díll í borgarstjórn) munu því einangrast en vonandi ekki komast jafnmikið í fjölmiðla og síðustu daga því þá missi ég vitið.

Framsókn er þá líka búinn að vera því flokkurinn verður þar með orðinn „eitraður“ popúlistaflokkur sem ekkert sæmilega þenkjandi fólk vill láta kenna sig við. Það góða fólk sem ég veit að er enn innan flokksins en hefur þagað þunnu hljóði og látið þetta yfir sig ganga, kannski af því að það var flokkslínan, kannski af meðvirkni, kannski vegna þess að það hélt það rasisminn væri einkamál Reykvíkinga eða gæti skilað flokknum ódýrum skyndigróða í atkvæðum, á sér varla viðreisnarvon eftir þetta. Það er alveg sama hversu góð mál það hefur fram að færa, það verður alltaf bendlað við vafasama popúlistaflokkinn Framsókn á mesta hnignunarskeiði hans og áfellt fyrir að hafa ekki brugðist við.

Vondir hlutir gerast þegar gott fólk gerir ekkert.

Flokkar: Óflokkað

«

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is