Fimmtudagur 29.05.2014 - 19:58 - FB ummæli ()

Eins konar svar frá Birki Jóni

Í gærmorgun birti ég opið bréf til Birkis Jóns Jónssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Kópavogi hér á síðunni minni. Þar spurði ég hann eftirfarandi spurningar:

Hvað finnst þér sem oddvita Framsóknarflokksins í Kópavogi um ummæli oddvita sama flokks um afturköllun á lóð undir mosku í Sogamýri?

Í gærkvöldi barst mér eins konar svar á fésbókarsíðunni hans þegar ég innti hann (ekki í fyrsta sinn) eftir svari við spurningu minni. Og ég fékk svar, reyndar segir það ekkert um ummæli Sveinbjargar eða lóðina undir mosku en svar engu að síður. Birkir sagði:

Ég virði trúfrelsi og mannréttindi fólks til trúariðkunar. Það er mín grundvallarafstaða í lífinu.

Það finnst mér fín afstaða sem fleiri, Framsóknarmenn sem aðrir, mættu taka sér til fyrirmyndar. Það svarar hins vegar spurningunni ekki nákvæmlega og á það benti ég. Önnur svör hafa ekki komið fram. Nú er að sjá hvort forsætisráðherra hyggist svara öðru en skætingi og hvort aðrir sem mynda forystu flokksins þori að tjá sig.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is