Fimmtudagur 27.02.2014 - 12:03 - FB ummæli ()

Ef …

Þau eru mörg „EF-in“ í mannkynssögunni. Eitt er mér hugleikið þessa dagana, „ef“ sem stendur okkur nærri í tíma og hefði gjörbreyta stöðu almennings í landinu þessa dagana og fært fólkinu raunveruleg völd,  svo borgararnir geti ráðið sínum málum og veitt stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald.

Ef aðeins Alþingi Íslendinga hefði borið gæfu til að samþykkja nýja stjórnarskrá, byggða á tillögum stjórnlagaráðs. Þá hefðum við, borgarar þessa lands, getað haft frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum með því að safna undirskriftum 10% kjósenda. Þá gætu stjórnmálamennirnir lofað og svikið en við hefðum alltaf lokaorðið. Svoleiðis er það ekki í dag, kannski einmitt vegna þess að stjórnmálamennirnir vilja fá að lofa og svíkja áfram í friði fyrir lýðnum. Það hlýtur að vera verkefni okkar allra að breyta því.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is