Föstudagur 24.01.2014 - 21:32 - FB ummæli ()

Flopp eða tækifæri?

Verðtryggingarnefndin búin að skila niðurstöðum sínum. Nefndin klofnaði en meirihlutinn ákvað að fara alls ekki eftir skipunarbréfinu sínu heldur einhverju allt öðru.

Nú er það svo að bæði ríkisstjórnin og Alþingi eru ekki endilega bundin af því sem sérfærðinganefnd leggur til um mál. Nú reynir því á menn, ekki síst forsætisráðherra sem skipaði hópinn. Eins og stendur er hann hafður að athlægi. Hann lofaði leiðréttingum skulda og þær eiga að koma í hlutfalli við kjörfyldi Framsóknarflokksins og hann lofaði afnámi verðtryggingar sem sérfræðingahópurinn vill setja í nefnd 2016! Nú getur Sigmundur Davíð annað hvort farið eftir nefndinni og hlotið nafnbótina svikari ársins eða raunverulega uppfyllt kosningaloforð Framsóknarflokksins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is