Fimmtudagur 23.01.2014 - 10:55 - FB ummæli ()

Hátt gengi krónunnar!

Ég viðurkenni að mér svelgdist á yfir fréttum RÚV af kolmunaveiðum en útgerðarmenn segja lítið upp úr þeim að hafa nema vinnu fyrir fólk (sem reyndar teljast prýðilegar ástæður og alveg nóg þegar reisa á álver með tilheyrandi virkjunum, eyðileggingu náttúrunnar, skattaafsláttum og háum uppbyggingarkostnaði).

Ástæðan er meðal annars sögð hátt gengi krónunnar, auk hinna alræmdu veiðigjalda og verðfalls á afurðum. Gengisvísitalan hefur vissulega lækkað en hvort hægt sé beinlínis að tala um hátt gengi okkar ónýta gjaldmiðils set ég stórt spurningarmerki við.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is