Laugardagur 28.12.2013 - 22:25 - FB ummæli ()

Íþróttaboltakarl ársins?

Ég er hundfúl yfir vali á íþróttamanni ársins og ekki í fyrsta skipti. Síðustu 12 ár  boltamenn unnið og þar af aðeins ein (stórkostleg) kona.

Boltaíþróttir geta verið frábærar og allt það en þær eru bara ekki allt.

Í ár fannst mér ung frjálsíþróttakona eiga heiðurinn skilið. Ekki bara voru það nokkur íslandsmet sem féllu heldur varð hún líka Evrópumeistari og heimsmeistari. Hvern þurfti hún að vinna í viðbót, geimverur? Eða karla?

Ég velti líka fyrir mér hvort bein útsending frá þessum viðburði sem maður situr alltaf límdur yfir þótt innst inni viti maður að það sé ávísun á vonbrigði sé rétti vettvangurinn fyrir stéttabaráttu íþróttafréttamanna?

Hefð er fyrir því að íþróttafréttamenn velji íþróttamann ársins en hefðum má breyta. Er ef til vill kominn tími til þess að þjóðin sjálf velji íþróttamann ársins? Hugsanlega yrði það til þess að þeir sem segja fréttir af íþróttaviðburðum myndu loks átta sig á því að fólkið í landinu hefur áhuga á fleiri íþróttum en þeim sem snúast um bolta.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is