Sunnudagur 15.12.2013 - 13:30 - FB ummæli ()

Er sælla að þiggja en gefa … styrki?

Ég hef verið miður mín yfir því hvernig lagt er til í fjárlagavinnunni að skera niður styrki til þróunarhjálpar. Það er aumt. Eins og bent hefur verið á hefur Ísland á lýðveldistímanum hlotið  meiri styrki en við höfum veitt öðrum þjóðum. Þrátt fyrir allt erum við rík þjóð og ef við værum ekki svo vitlaus að ætla okkur að finna upp „séríslenskar lausnir“ á öllum hlutum hefðum við það bara ágætt og kannski gerum við það nú þegar þrátt fyrir bullið.

En þegar stjórnarmeirihluti sem hefur kallað IPA styrkina (sem eru auðvitað í raun þróunarstyrkir) „glerperlur og eldvatn“ hyggst „leita réttar síns“ til að fá styrki áfram þrátt fyrir að hafa sent ESB stórt fokkjú-merki … þá skammast maður sín fyrir að vera Íslendingur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is