Færslur fyrir desember, 2013

Laugardagur 28.12 2013 - 22:25

Íþróttaboltakarl ársins?

Ég er hundfúl yfir vali á íþróttamanni ársins og ekki í fyrsta skipti. Síðustu 12 ár  boltamenn unnið og þar af aðeins ein (stórkostleg) kona. Boltaíþróttir geta verið frábærar og allt það en þær eru bara ekki allt. Í ár fannst mér ung frjálsíþróttakona eiga heiðurinn skilið. Ekki bara voru það nokkur íslandsmet sem féllu […]

Föstudagur 20.12 2013 - 16:17

Þegar gott fólk gerir ekkert

Í gær birtist við mig viðtal í vefritinu Kjarnanum þar sem stiklað er á stóru um ýmislegt. Í viðtalinu segir meðal annars: Eftir að hafa stigið út úr hringnum horfir Margrét nú inn í hann. Og hún hefur áhyggjur. „Ég hef mjög miklar áhyggjur af þessari orðræðu í utanríkismálunum. Stefnan virðist vera að horfa aðallega […]

Sunnudagur 15.12 2013 - 13:30

Er sælla að þiggja en gefa … styrki?

Ég hef verið miður mín yfir því hvernig lagt er til í fjárlagavinnunni að skera niður styrki til þróunarhjálpar. Það er aumt. Eins og bent hefur verið á hefur Ísland á lýðveldistímanum hlotið  meiri styrki en við höfum veitt öðrum þjóðum. Þrátt fyrir allt erum við rík þjóð og ef við værum ekki svo vitlaus […]

Miðvikudagur 11.12 2013 - 11:57

Fátækt

Þeir mælikvarðar á fátækt sem notaðir eru eru einkum tvenns konar: Afstæð fátækt og algild fátækt. Með afstæðri fátækt er átt við þegar fólk er fátækt í samanburði við aðra í samfélaginu. Við sjáum töluvert af henni hér á landi. Fólk getur ekki leyft sér það sama og náunginn. Algild fátækt er þegar fólk líður […]

Mánudagur 09.12 2013 - 19:58

Fólkið sem eldar ekki og hið opinbera

Fyrir nokkrum dögum var áhugaverð grein í Fréttablaðinu og Vísi þar rætt var við tvær  hressar og heilbrigðar manneskjur sem teljast sennilega vera til fyrirmyndar í þjóðfélaginu. Eitt eiga þær sameiginlegt. Þau elda hvorugt oft og nota eldhúsið lítið. Þessi lífstíll er mér frekar framandi þar sem hef unun af því að elda og ég […]

Þriðjudagur 03.12 2013 - 22:31

Einhliða og án fyrirvara

Utanríkisráðherra sendi frá sér ansi skondinn brandara í formi yfirlýsingar úr ráðuneytinu. Þar segir meðal annars: Skrifstofa stækkunarmála framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) hefur einhliða og án fyrirvara tilkynnt ákvörðun um að hætta öllum IPA-verkefnum sem hafin voru á Íslandi. Framkvæmdastjórnin mun segja samningum upp með tveggja mánaða fyrirvara og verða bréf þess efnis send á næstu dögum. Nú […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is