Færslur fyrir nóvember, 2013

Miðvikudagur 27.11 2013 - 12:21

Vondar fréttir

Í dag hef ég lesið of margar vondar fréttir af landinu okkar og þjóð. Þetta eru þær helstu þótt örugglega mætti nefna fleiri: Fjórir unglingspiltar réðust á tíu ára dreng frá Gana.  Hálfvitar dreifðu afsöguðum svínahausum á lóð fyrir fyrirhugaða mosku. Gerð hefur verið atlaga að Ríkisútvarpinu okkar allra og 60 starfsmenn hætta. Við munum […]

Laugardagur 23.11 2013 - 22:45

Vika feita tékkans

Til hamingju öll! Eftir nokkrar klukkustundir rennur upp „vika feita tékkans“ (ef við segjum að sunnudagur sé fyrsti dagur vikunnar (og ef við gerum það ekki ættum við að endurnefna bæði þriðjudag og fimmtudag)). Sigmundur Davíð sjálfur hefur „boðað upprisu millistéttarinnar“ og það finnst mér reyndar löngu tímabært. Ef við eigum að vera alveg sanngjörn […]

Miðvikudagur 20.11 2013 - 12:02

Saga af makríl

Fyrir nokkrum árum fór makríll að synda inn á íslenskt hafsvæði í stórum stíl. Hægt er að færa ágæt rök fyrir því að þá megi Íslendingar veiða hann, éta sjálfir eða selja. Makríll étur svif  og fleira og ef hann fengi að synda um íslenskan sjó óáreittur myndi hann éta fæðuna frá öðrum lífverum. Íslendingar […]

Mánudagur 18.11 2013 - 15:01

Takk, bless og áfram með smjörið!

Á laugardaginn tók ég þátt í ótrúlega skemmtilegum og jákvæðum gjörningi þegar því stjórnmálaafli sem ég hef starfað með og fyrir síðustu fjögur árin var formlega slitið eins og alltaf stóð til að gera. Þór Saari tók að sér að senda út fréttatilkynningu sem mér finnst reyndar ekki ná þessu mómenti sérlega vel og mér […]

Miðvikudagur 13.11 2013 - 22:22

Sjö ár og sjö og hálft

Ég hugsa að flestir með hjartað á réttum stað hafi fengið sting í einmitt það líffæri þegar fréttir bárust af tveimur íslenskum stúlkum sem hlutu dóm fyrir fíkniefnasmygl í Tékklandi í dag. Ég þekki ekki til en mér skilst að báðar stúlkurnar séu aðeins 19 ára gamlar og að önnur hafi verið dæmd í sjö […]

Mánudagur 11.11 2013 - 13:46

Gjáin

Alveg finnst mér ótrúlega ömurlegt að hlusta á og lesa umræður þar sem dregin eru upp tvö atriði og látið eins og um ósamrýmanlegar andstæður sé að ræða. Um pólana tvo, menningu og heilbrigðiskerfið. Eða var það höfuðborgarsvæðið og landsbyggðin? Flugvöllurinn eða dauði? Þjóðarleikvang fyrir íþróttaleiki eða Hörpu? Vinstri eða hægri? Einföld skilgreining á menningu […]

Mánudagur 04.11 2013 - 22:47

Af flengingum og lausum hölum

Loksins fæ ég að vita hvað gerðist á þessum undarlegu ríkisráðsfundum en tvær bækur ráðherra í síðustu ríkisstjórn eru væntanlegar og þar á að segja sögur. Ég man vel eftir að hafa setið með þeim Bjarna og Sigmundi Davíð, förðuðum í drasl, rétt fyrir útsendingu á Kryddsíldinni á gamlársdag og ekkert bólaði á leiðtogum stjórnarflokkanna […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is