Mánudagur 15.07.2013 - 11:38 - FB ummæli ()

Umferðarreglur óskast!

Fáir staðir á höfuðborgarsvæðinu eru dásamlegri en Elliðaárdalurinn með öllum sínum stígum og ævintýrum. Ég er ein af þeim fjölmörgu sem hleyp og skokka reglulega um stígana í dalnum fagra þar sem veðrið er alltaf gott. Umferðin um stígana er þó farin að valda mér áhyggjum enda líkist hún á góðum degi einna mest umferðinni á götum Kairó enda ægir þar öllu saman, gangandi, hlaupandi, hjólandi, skautandi; börnum, fullorðnum, fyrirmyndarhundum í ólum og kanínum sem eiga heima þarna, að ótöldum hestum og knöpum.

Undanfarið hefur borið meira á þeirri gerð hjólreiðamanna sem hjóla mjög hratt sem og fólki á ýmiskonar vélknúnum hjólum. Hjólreiðar eru frábær íþrótt í mikilli sókn og einhvers staðar verður fólk að fá að æfa sig til að geta hjólað hraðast og komist lengst en dalurinn græni þar sem börnin eru að leik, jafnvel stórir hópar á leikjanámskeiðum, auk alls hins, er ekki besti staðurinn til að hjóla hratt. Ég legg til að settur verði hámarkshraði á stígunum í dalnum okkar fagra svo allir geti notið hans stórslysalaust.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is