Færslur fyrir apríl, 2013

Föstudagur 26.04 2013 - 15:44

Verðtrygginguna verður að afnema

Eftirfarandi bréf barst mér frá fésbókarvini: Mikið er rætt um verðtrygginguna núna fyrir kosningarnar, og þó kannski ekki nóg. Fjölskyldufaðir sagði mér frá því að hann hefði flutt erlendis rétt fyrir aldamót til Danmerkur og fest þar kaup á húseign. Það reyndist góð ákvörðun, því ekki nóg með að hann eignaðist eitthvað í húsinu í […]

Fimmtudagur 25.04 2013 - 12:51

Lýðræði er svarið

Á yfirborðinu virðist Ísland vera þróað, lýðræðisríki. Maður þarf þó ekki að kafa djúpt til að sjá og skilja að það er í raun blekking. Við erum komin mun styttra í lýðræðislegum þroska. Saga lýðveldisins Íslands er ekki löng. Við vorum nýlenda öldum saman og sá veruleiki virðist hafa haft dýpri og meiri áhrif á […]

Fimmtudagur 25.04 2013 - 00:05

Fyrir fólk eins og þig

Fyrir fjórum árum ofbauð mér ástandið í þjóðfélaginu og ákvað að gera allt sem í mínu valdi stóð til að taka þátt í endurreisn landsins míns. Ég er ekki alls kostar sátt við margt sem hefur verið gert hér síðustu fjögur árin og oft hefur mér fundist forgangsröðunin röng. Ekki er þó allt neikvætt. Síðustu […]

Miðvikudagur 24.04 2013 - 00:20

Að rétta hjálparhönd

Ísland var, fyrir ekki svo löngu, langfátækasta ríki Evrópu og fram til 1970 var landið skilgreint sem þróunarríki. Á örskömmum tíma hefur staðan snúist við og nú er landið háþróað, hreint vatn rennur úr krönum í hverju húsi, öll börn ganga í skóla og hér eru malbikaðir vegir, rafmagn, hitaveita, ljósleiðarar og netsamband, 3G og […]

Mánudagur 22.04 2013 - 17:46

Af eignatilfærslum

Stundum berast mér bréf sem mér þykja áhugaverð og finnst að eigi erindi við fleiri. Um helgina rataði eitt slíkt til mín. Ég birti hér hluta úr því með leyfi bréfritara. Persónugreinanlegum upplýsingum hefur verið sleppt. Í öndverðu þegar byrjað var að lána verðtryggð lán var það talið sanngjarnt að krefja lántakendur um 2% fasta […]

Laugardagur 13.04 2013 - 23:12

Vímuefnanotkun er heilbrigðisvandamál!

Fyrir rúmum 40 árum lýsti Richard Nixon yfir stríði gegn því sem kallast ólögleg vímuefni og neyslu þeirra. Skera ætti upp herör gegn vandanum, banna vímuefnin og refsa þeim sem kæmu nálægt þeim. Sú stefna í vímuefnavörnum breiddist út um heim allan. Síðan þá er löngu ljóst að “stríðið gegn fíkniefnum” er löngu tapað og […]

Föstudagur 12.04 2013 - 15:31

Ljónynjurnar

Í gærkvöldi var ég á skemmtilegum fundi á vegum Femínistafélags Íslands um konur í stjórnmálum en ég hafði verið beðin um að ávarpa fundinn. Í tilefni þess fór ég að hugsa um Dögun og hvernig við vinnum en einnig hvers vegna ég fór að skipta mér að stjórnmálum fyrir síðustu kosningar. Ég upplifði hrunið sem […]

Miðvikudagur 10.04 2013 - 17:02

Landsliðið í lausnum á skuldavanda heimilanna

  Við erum svo heppin í Dögun að innan okkar raða er margir þeir sem einna mest hafa unnið að lausnum á skuldavanda heimilanna. Meðal oddvitanna sex eru þrír fyrrum stjórnarmenn í Hagsmunasamtökum heimilanna, þar af tveir fyrrverandi formenn samtakanna, Andrea Ólafsdóttir sem leiðir listann í Suðurkjördæmi og Þórður Björn Sigurðsson sem er í fyrsta […]

Laugardagur 06.04 2013 - 16:17

Ég hef áhyggjur!

Eins dásamleg og mér finnst gróskan í framboðsmálum landans vera þessa dagana þá verð ég að viðurkenna að staðan veldur mér einnig áhyggjum. Þær eru til komnar vegna reynslu minnar síðustu fjögurra ára af stjórnmálastarfi. Borgarahreyfingunni var vorkunn og ég held, eftir á að hyggja, að hún hafi verið dæmd til að springa í loft […]

Miðvikudagur 03.04 2013 - 21:59

Að halda í verðtrygginguna

Nú er kosningabaráttan formlega hafin og við frambjóðendur reynum eins og við getum að tala við sem flesta um okkar hjartans mál. Eitt af mínum er afnám verðtryggingar og reyndar ætla ég líka að leiðrétta lán heimilanna. En hvernig? er spurt. Og af hverju má ekki leyfa fólki að velja verðtryggð lán ef það endilega […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is