Færslur fyrir mars, 2013

Fimmtudagur 28.03 2013 - 15:14

Ár hinna glötuðu tækifæra

Vorið 2009 var ég full bjartsýni. Eftir hamfaravetur var grasið farið að grænka, sólin skein og krakkarnir farnir út að leika sér, áhyggjulausir um krónur, evrur og skuldastöðu ríkissjóðs. Þennan vetur hafði fólkið í landinu sýnt hvað í því bjó, hverjir það eru í raun sem eiga að hafa völdin. Um allt samfélagið voru menn […]

Mánudagur 25.03 2013 - 23:19

Allt, ekkert eða lítið – staðan í stjórnarskrármálinu

Nú er pattstaða í þinginu. Þingfundur hófst kl. 1:30 í dag og rædd voru nokkur samkomulagsmál. Næsta mál á dagskrá er „hin tárvota sáttatillaga“ Árna Páls, Katrínar Jakobsdóttur og Bjartar framtíðar. Það fæst ekki rætt. Ekki heldur málið þar á eftir; þingsályktun um skipun nefndar sem heldur málinu áfram. Þess í stað er búið að fresta […]

Miðvikudagur 20.03 2013 - 21:11

Menn eða mýs

Eftir fjögur ár á þingi kemur það manni því miður ekki á óvart hvernig staðan á þeim stað er nú í lok þessa undarlega kjörtímabils. Fyrirsagnir síðustu daga eru t.d. „Gerir ráð fyrir umræðum fram á nótt“,  „Stjórnarskrármálið komið í öngstræti“, „Vantar skýran meirihluta“, „Illa farið með tíma Alþingis“ og „Ásakanir um skemmdarverk í stjórnarskrármálinu“. […]

Þriðjudagur 19.03 2013 - 22:43

Samræðu- og sáttapólitík

Nú hefur ný kynslóð formanna stjórnmálaflokka stigið fram á sjónarsviðið, nýir, ungir og ferskir og allt verður strax betra … eða hvað? Klukkan 19:57 í kvöld barst mér eftirfarandi tölvupóstur: Forseti vill upplýsa þingmenn um eftirfarandi:   Samkomulag er um að í kvöld verði eftirfarandi mál tekin á dagskrá og rædd, en atkvæðagreiðslu um þau […]

Mánudagur 18.03 2013 - 20:46

Töfrabrögð og skuldir

Síðastliðið laugardagskvöld sat ég að spjalli með vini mínum. Hann sagði mér að þann mánuðinn hefði hann fengið 340.000 krónur útborgaðar eftir skatta. Hann býr með konu sinni og dóttur í þriggja herbergja íbúð sem þau keyptu árið 2000, áttu þá 5 milljónir en tóku restina að láni til 20 ára. Nú þegar þau hafa […]

Föstudagur 15.03 2013 - 23:21

Traust

Ekkert er eins brothætt og traust. Það tekur langan tíma að byggja það upp og lítið feilspor getur rústað því. Alþingi er rúið trausti eftir það sem gengið hefur á síðustu misserin. Sennilega væri eitthvað að þjóðinni ef það treysti þinginu og stjórnmálamönnum eftir það sem á undan er gengið. En ástandið er óviðunandi og […]

Miðvikudagur 13.03 2013 - 23:40

Eldhúsdagur

Ræða mín við svokallaðar eldhúsdagsumræður í kvöld. Forseti. Góðir landsmenn. Það er undarlegt að standa hér í lok þessa sérstaka kjörtímabils og eiginlega kveðja og þakka fyrir sig, þakka traustið sem kjósendur sýndu mér og öllum hinum 62 þingmönnunum sem kosnir voru á Alþingi vorið 2009, án þess að við höfum áorkað því sem til […]

Miðvikudagur 13.03 2013 - 12:03

Millistétt á klettasyllu

Fyrir stuttu barst mér bréf sem mér finnst lýsa stöðu og margra í kringum mig vel. Ég birti hér hluta úr því með leyfi bréfritara. Persónugreinanlegum atriðum hefur verið breytt. Ég er kennari til 15 ára  ásamt því að vera að bæta við mig meistaragráðu.  Konan mín er háskólamenntuð og í góðri stöðu hjá stóru fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. […]

Mánudagur 11.03 2013 - 23:35

Í lok dags

Í dag var tillaga Þórs Saari um vantraust á ríkisstjórnina loks afgreidd og felld. Það kom svo sem ekki á óvart þó ég hefði gert ráð fyrir minni mun og jafnvel að tillagan félli á jöfnu. Þetta var óttalegt leikrit eins og svo margt annað sem við höfumst að í þinginu og það er auðvitað […]

Sunnudagur 10.03 2013 - 23:49

Skuldamál heimilanna + ný stjórnarskrá = Sönn ást

Það gengur á með ýmsu. Kosningaloforð um minna vesen hljóma kannski freistandi en eru því miður ekki raunhæf því hér er allt í steik. Eftir hrunið var bankakerfið endurreist í nánast óbreyttri mynd með útblásnum skuldum heimilanna og vogunarsjóðum afhent skotleyfi á þau. Það gengur ekki en það kostar vesen að breyta því. Og enn […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is