Færslur fyrir febrúar, 2013

Miðvikudagur 27.02 2013 - 11:48

Þorum að breyta

Hér varð hrun, ekki svokallað, heldur alvöru. Og það var ömurlegt enda miklu skemmtilegra að halda að maður sé ríkur og allir vegir færir en að horfa á aleiguna gufa upp í verðbólguskoti, missa vinnuna eða sjá á eftir vinum og ættingjum flýja land. En í hruni felast líka tækifæri og frelsi til að hugsa […]

Fimmtudagur 21.02 2013 - 13:18

Týndu börnin

Við munum öll eftir ævintýrunum um umskiptingana. Góða barninu var stolið og í stað þess kom umskiptingur sem ekki var þessa heims. Upp kemst þó um síðir og góða barnið kemst heim til foreldra sinna. Við eigum líka sögur af börnum og ungmennum sem villtust af leið sinni, þurftu að leysa þrautir og verkefni en […]

Miðvikudagur 20.02 2013 - 11:56

Ef lygin er endurtekin nægilega oft …

Morgunblaðið gerir enn eina tilraun til að jarða stjórnarskrármálið í dag. Stærsta fyrirsögnin á forsíðunni er tilvitnun í Vigdísi Hauksdóttur, „Stjórnarskrármálið búið“. Í „frétt“ á mbl.is er rætt við Vigdís og eru orð hennar samhljóma því sem birtist á prenti. Vigdís segir: „Málið er í raun og veru búið. Ég held að allir viðurkenni það […]

Mánudagur 18.02 2013 - 23:15

Fyrir rétt tæpum 20 árum …

Það heyrist oft að það hafi verið algjör óþarfi að endurskoða mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Það er nefnilega „nýbúið“ að því. Því er jafnvel haldið fram að Stjórnlagaráð hafi farið út fyrir umboð sitt með því að hreyfa við þeim kafla. Það er ekki rétt því þótt mannréttindakaflinn hafi ekki verið tilgreindur sérstaklega sem verkefni ráðsins þá […]

Laugardagur 09.02 2013 - 23:49

Bullið í Eyjum

Ég veit að ég er ekki ein um að hafa fylgst undrandi með fréttum af því að starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hafi verið látnir taka lyfjapróf og að ellefu starfsmenn hafi misst vinnuna í kjölfarið. Og bæjarstjórinn Elliði Vignisson segist ánægður með framtakið og ætlar sjálfur að pissa á próf. (Reyndar mátti allt eins skilja […]

Fimmtudagur 07.02 2013 - 16:03

Án umræðu

Nú er kosningabarátta framundan og flokkarnir, gamlir sem nýir, munu leggja fram stefnumál sín og sýna hvað þeir standa fyrir. Þannig hefur fulltrúalýðræði hér á landi virkað; við veljum þá sem bjóða best og við treystum helst. Sigurvegarar kosninganna semja svo sín á milli stjórnarsáttmála þar sem slegið er af ítrustu kröfum og orðalagið haft […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is