Föstudagur 28.12.2012 - 15:23 - FB ummæli ()

Dómar falla

Í byrjun vil ég taka það fram að ég hef enga sérstaka trú á refsingum. Ég held ekki að það geri strokuföngum gott að dvelja í einangrunarklefum. Ég vil að þeim sem fara út af sporinu sé hjálpað en ekki refsað. Stór hluti þeirra sem fylla fangelsin eru þar vegna fíknar og  mér fyndist gáfulegra að bregðast við fíkn sem heilbrigðisvandamáli en glæp. Á þessu geta þó verið undantekningar þegar í hlut eiga menn sem eru hættulegir samfélagi sínu, t.d. vegna ofbeldishneigðar. Og við hljótum að gera kröfu á að dómar séu sambærilegir, þeir sem  dæmdir eru fyrir svipuð brot fái sambærilega dóma.

En dómar falla og í dag voru menn dæmdir fyrir hlut sinn í svokölluðu Vafningsmáli. Þeir hlutu báðir níu mánaða fangelsisdóm en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir. Málið snýst um 10 milljarða lán.

Á fésbókinni hafa menn verið að deila frétt frá árinu 2009 þar sem rætt er við mann sem hafði gerst sekur um að stela sér 250 króna súpu til matar, matreiðslukoníaki sem hann segir vinsælan drykk meðal róna og 1/5 úr vodkaflösku. Hann hlaut 8 mánaða dóm.

Réttlæti?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is