Færslur fyrir október, 2012

Miðvikudagur 17.10 2012 - 18:15

Svo falleg skilaboð …

Ég held að það sé ekki hægt að orða þetta betur: Það sem skiptir mestu máli. Takk!

Þriðjudagur 16.10 2012 - 22:31

Læknisvottorð fyrir lántöku

Lánamálin á Íslandi eru auðvitað út úr kú. Þurfi maður á láni að halda stendur valið á milli vont, verra og verst. Og stundum er ekki einu sinni hægt að átta sig á því þegar lánið er tekið hversu slæmt það er. Fæstir gerðu ráð fyrir hruni og verðbólguskoti þegar þeir tóku húsnæðislán sem nú […]

Mánudagur 15.10 2012 - 22:11

Ný stjórnarskrá gegn spillingu

Stundum er sagt að stjórnarskráin hafi ekki valdið hruninu. Það er alveg rétt en við sem lentum í þeim ósköpum öllum og viljum nýtt og betra samfélag hljótum að spyrja okkur hvort hægt sé að koma í veg fyrir þá spillingu sem átti drjúgan hlut í hruninu með stjórnarskrárbreytingum. Ég tel minnst þrennt vera í […]

Laugardagur 13.10 2012 - 19:50

Tilraunin Ísland

Síðustu vikur hefur hin stórglæsilega Dögunarrúta verið á ferðinni um landið ásamt fólki frá SaNS að kynna og ræða frumvarp stjórnlagaráðs og hvetja fólk til að kjósa. Stundum hef ég fengið að koma með en yfirleitt komast færri en vilja. Síðustu helgi vorum við á Vesturlandi og í Borgarnesi rakst ég á kassa fullan af […]

Miðvikudagur 10.10 2012 - 10:44

Peningar og stjórnmál

Nú í morgunsárið hlustaði ég á nánast súrealískar umræður um styrki til stjórnmálaflokka í þeim ágæta þætti Í bítið á Bylgjunni. Í upphafi gafst þó hlustendum kostur á að hringja inn og segja skoðun sína á ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka. Sitt sýndist hverjum um þær hundruðir milljóna sem stjórmálaflokkarnir fá á hverju ári – eðlilega. Gestir […]

Laugardagur 06.10 2012 - 00:22

Herskylda á Íslandi?

Nú í vikunni var ég stödd í Osló í afar gagnlegri ferð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Megintilgangur ferðarinnar var að kynna okkur störf samsvarandi nefndar í norska þinginu sem starfað hefur síðan 1993 en okkar nefnd er ný. Við vorum meðal annars viðstödd opin fund þar sem fyrrverandi og núverandi ráðherrar voru yfirheyrðir í marga […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is