Sunnudagur 23.09.2012 - 23:44 - FB ummæli ()

Þakklæti

Í gærkvöldi fór ég á skemmtilega tónleika með vinkonu minni. Þeir byrjuðu ekki fyrr en klukkan 11 þannig að við fengum okkur snarl niðri í bæ og spjölluðum um ýmis mál. Hún sagði mér frá því að hún hefði tekið upp þann sið að minnst einu sinni í viku sendi hún tölvupóst með hrósi eða þakklæti til einhvers eða einhverra sem hafa staðið sig vel, reynst henni eða hennar fólki vel eða veitt góða þjónustu. Henni finnst neikvæðni vera ríkjandi í samfélaginu okkar og vill leggja sitt að mörkum til þess að breyta því með því að þakka fyrir fyrir það sem vel er gert. Svo vonar hún að það breiðist út – þeir sem fái hrós haldi áfram að standa sig vel og hrósi svo áfram.

Þetta finnst mér góð hugmynd og ætla að reyna að taka upp þennan sið.

Hrósið þessa vikuna fær hljómsveitin Ný Dönsk fyrir frábæra afmælistónleika í gærkvöldi og fyrir að hafa leikið undir á svo ótal góðum stundum í lífi mínu síðustu 25 árin. Best af öllu var þó þetta atriði:

Ný Dönsk og Unnsteinn Manuel

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is