Færslur fyrir september, 2012

Fimmtudagur 27.09 2012 - 22:39

Að skrifa eða leggja fram frumvarp að lögum

Ég er áhugamanneskja um nýja stjórnarskrá og stundum set ég inn eitthvað sem mér finnst sniðugt um stjórnarskrármálefni á fésbókarsíðuna mína. Margir setja „like“ á það og stundum skapast skemmtilegar umræður. Og stundum halda einhverjir því fram að Alþingi sé samkvæmt núgildandi stjórnarskrá óheimilt að fá einhverja aðra til að skrifa frumvarp að nýrri stjórnarská. […]

Mánudagur 24.09 2012 - 22:35

Upplýsingafrelsi og vernd uppljóstrara

Kastljós kvöldsins var magnað. Viðbrögð Ríkisendurskoðunar eru að umfjöllunin geti stefnt almannahagsmunum í voða. Þá finnst mér við hæfi að benda á tvö ákvæði í frumvarpi stjórnlagaráðs sem eru nýmæli í mannréttindakaflanum miðað við núgildandi stjórnarskrá. Mannréttindakaflanum sem margir benda á að alveg sé óþarfi að uppfæra því það sé nýbúið að því. Þessar greinar […]

Sunnudagur 23.09 2012 - 23:44

Þakklæti

Í gærkvöldi fór ég á skemmtilega tónleika með vinkonu minni. Þeir byrjuðu ekki fyrr en klukkan 11 þannig að við fengum okkur snarl niðri í bæ og spjölluðum um ýmis mál. Hún sagði mér frá því að hún hefði tekið upp þann sið að minnst einu sinni í viku sendi hún tölvupóst með hrósi eða […]

Föstudagur 14.09 2012 - 10:40

Framtíðin er í okkar höndum

Fyrir rétt tæpum fjórum árum fór þjóðfélagið á hliðina. Við gættum ekki að okkur og steyttum á skeri með hörmulegum afleiðingum. Mörg okkar sjá ekki enn fram úr brimsköflunum. Margir hafa misst allt sitt, vinnuna, húsnæðið og jafnvel lífsförunautinn. Og óréttlætið svíður. Öll berum við einhverja ábyrgð. Þó voru það bara örfáir sem áttu beinan […]

Fimmtudagur 06.09 2012 - 09:55

Kosningavetur

Nú í september verður Alþingi sett á nýjan leik. Þingmenn munu þramma til kirkju og ef til vill fá egg eða tómat í hausinn frá reiðum kjósendum. Vonandi komast allir stórslysalaust frá því. Ég verð að viðurkenna að ég er með hnút í maganum vegna komandi þingveturs. Ég hef ekki mikla reynslu í þessum efnum […]

Sunnudagur 02.09 2012 - 23:55

Styrkir til stjórnmálaflokka og Ríkisendurskoðun

Þórður Björn Sigurðsson, starfsmaður þinghóps Hreyfingarinnar, ritaði bloggfærslu á föstudaginn þar sem hann velti fyrir sér hvort lög um fjármál stjórnmálasamtaka hefðu verið brotin þegar fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa verið í fréttum vegna viðskipta í Vestmannaeyjum styrktu Sjálfstæðisflokkinn en bæjarfélagið telur að um tengd félög sé að ræða. Í grein á Smugunni er svo […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is