Laugardagur 11.08.2012 - 10:24 - FB ummæli ()

Dagur gleði og mannréttinda

Til hamingju með daginn!

Ung vinkona mín sagði mér í fyrra að Gay Pride væri uppáhaldshátíðin sín fyrir utan jólin. Ætli við getum ekki mörg tekið undir það með henni.

Á Gay Pride sýna landsmenn sýnar bestu hliðar. Við erum öll ein stór, glöð fjölskylda.

Ég hlakka til að sjá gönguna en ég hlakka ekki síður til að sjá alla sem koma til að sýna samstöðu og standa vörð um þann sjálfsagða rétt fólks til að vera eins og það er og láta hjartað ráða för. Því miður er það ekki allsstaðar svo að fólk geti það.

Ég ætla að standa við Iðnó með innkaupakerru fulla af litríkum og hýrum gleðivarningi sem er til sölu til styrktar Gay Pride hátíðinni og Samtökunum ´78. Sjáumst þar. Það verður kannski blautt en það verður örugglega gaman!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is