Færslur fyrir ágúst, 2012

Föstudagur 17.08 2012 - 00:14

Að lifa lífinu til fulls …

Ég verð að viðurkenna að áður en ég varð þingmaður velti ég ekki mikið fyrir mér þeim aðstæðum sem við sem samfélag bjóðum mörgu fötluðu fólki upp á og hafði litla innsýn inn í veruleika margra sem þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs vegna fötlunar. Hann var fjarri mínum reynsluheimi. Ég er með tvo fætur […]

Þriðjudagur 14.08 2012 - 22:24

Að reyna að fá slæman samning …

Það hefur ekki farið framhjá neinum að ástandið í Evrópusambandinu er tvísýnt. Óvissan er mikil og aðstæður að mörgu leyti töluvert aðrar en þegar við sóttum um aðild að sambandinu, bæði þar og reyndar líka hjá okkur. Því er skiljanlegt að menn staldri nú við og velti fyrir sér hvort rétt sé að halda umsóknarferlinu […]

Laugardagur 11.08 2012 - 10:24

Dagur gleði og mannréttinda

Til hamingju með daginn! Ung vinkona mín sagði mér í fyrra að Gay Pride væri uppáhaldshátíðin sín fyrir utan jólin. Ætli við getum ekki mörg tekið undir það með henni. Á Gay Pride sýna landsmenn sýnar bestu hliðar. Við erum öll ein stór, glöð fjölskylda. Ég hlakka til að sjá gönguna en ég hlakka ekki […]

Mánudagur 06.08 2012 - 22:46

Heppna þjóðin

Fyrr á þessu ári heimsótti ég bróðir minn í Kanada. Ég flaug til Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna og þar tók á móti mér landamæravörður sem skannaði fjölskylduna hátt og lágt, spurði okkur um tilgang ferðarinnar, dvalarstaði og undarleg eftirnöfn. Honum stökk ekki bros á vör og mér finnst svona athuganir alltaf örlítið óþægilegar. Hvað ef […]

Miðvikudagur 01.08 2012 - 11:50

Kjólföt, heiðursmerki …

Fyrir nokkru fékk ég gerðarlegt umslag í pósti. Inni í því var boðskort, ja eða eitthvað þannig, þar sem fram kemur að Ríkisstjórn, Alþingi og Hæstiréttur (hvorki meira né minna) biðji frú Margréti Tryggvadóttur alþingismann að vera við athöfn þegar forseti Íslands taki við embætti á ný þann 1. ágúst 2012. Neðst í hægra horninu […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is