Færslur fyrir júlí, 2012

Sunnudagur 22.07 2012 - 23:05

Gamla fólkið, búsið og elliheimilin

Það ætti í raun ekki að þurfa að fara mörgum orðum um þetta: Sjálfræðisaldurinn er 18 ára, áfengiskaupaaldurinn 20 ára. Íbúar á dvalar- og hjúkrunarheimilum hafa náð þeim aldri og eiga að fá að drekka áfengi ef þeim sýnist svo. Og ekki ætla ég að setja út á það að Hrafnista geri huggulegt hjá sér. […]

Föstudagur 20.07 2012 - 14:08

Þjóðarmorð

Þjóðarmorð telst til eiginlegra alþjóðaglæpa og er kerfisbundin útrýming þjóðar eða þjóðarbrots. Það er skilgreint sem refsiverður verknaður, framinn í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúarflokki, með því að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi, skaða þá líkamlega eða andlega, þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að […]

Þriðjudagur 17.07 2012 - 21:14

Börn í hólf

Í aldanna rás hefur það gerst að foreldrar, þó einkum konur, hafa í neyð sinni, skömm eða örvæntingu borið út börn sín. Á síðasta ári bárust fréttir af slíku hér á landi og nýlega hlaut hin ólánsama móðir tveggja ára fangelsisdóm fyrir að hafa deytt nýfætt barn sitt. Erfitt er að gera sér í hugarlund […]

Mánudagur 16.07 2012 - 19:03

Kreppan búin? En …

Nú er búið að aflýsa kreppunni. Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor hefur kveðið upp sinn dóm og ekki lýgur hann. Hann bendir á að hagvöxtur hér á landi sé nú með því mesta sem gerist á vesturlöndum og sjá megi merki um uppsveiflu víða. Atvinnuleysi er á undanhaldi og hefur ekki mælst minna frá því þessi ósköp […]

Þriðjudagur 10.07 2012 - 17:50

Beisik mannréttindi

Þessi dagur byrjaði vel. Ég lá í rúminu, nývöknuð, hlustaði á morgunfréttir á Bylgjunni og heyrði sagt frá því að  blaðamennirnir Erla Hlynsdóttir og Björk Eiðsdóttir hafi unnið mál sín gegn Íslandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Eins fáránlegt og það hljómar voru þær dæmdar bæði í héraðsdómi og hæstarétti fyrir að segja fréttir, byggðar á orðum […]

Sunnudagur 01.07 2012 - 17:05

Okkar eigin hetja!

Þann 1. desember árið 1955 fór kona í strætó í Alabama-fylki í Bandaríkjunum. Bílstjórinn bað hana að færa sig svo annar farþegi gæti fengið sætið hennar en hún sagði nei. Í kjölfarið var hún handtekin fyrir borgaralega óhlýðni. Konan hét Rosa Parks og í strætóum Alabama ríkti kynþáttaaðskilnaður eins og víðast hvar annars staðar í […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is