Færslur fyrir júní, 2012

Fimmtudagur 28.06 2012 - 17:23

Lýðræði í hættu

Sem barn hitti ég Vigdísi Finnbogadóttur, sem þá var forseti Íslands. Hún sagði okkur krökkunum að við værum sérstaklega heppin því við byggjum í lýðræðisríki, að lýðræðið væri dýrmætt en því miður ekki sjálfgefið. Á Íslandi ætti fólk rétt á að velja sína fulltrúa í frjálsum kosningum. Og nú reynir aldeilis á fólkið sem þjóðin […]

Þriðjudagur 26.06 2012 - 23:55

Gengislánaflækjan

Í morgun var ljómandi gott viðtal við Lúðvík Bergvinsson, lögmann og fyrrverandi þingmann Samfylkingarinnar um gengislánaósómann þar sem hann lýsir furðu sinni á því hvernig fjármálafyrirtækin komast upp með að segja dóma sem falla þeim í óhag óskýra og framkvæmdavaldið gengur ekki á eftir því að dómum sé fullnægt. Ég mæli með því að fólk […]

Föstudagur 15.06 2012 - 17:56

Íslandsmetið í frekju innanhúss með atrennu

Dæs! Nú er í burðarliðnum „samkomulag“ um þinglok á Alþingi. Hér hefur verið hangið dögum saman, foringjar funda, þingflokksformenn funda. Þingmenn horfa á fótbolta og Desperate Housewifes, vafra um í netheimum og leggja kapal. Klukkan þrjú standa menn upp og rölta út á torg og fá sér ís. Þingið starfar á veturna, málin eru að detta […]

Miðvikudagur 13.06 2012 - 17:21

Meirihlutinn sem missti völdin og þorir ekki að taka þau aftur

Á Alþingi ríkir nú ófremdarástand. Minni hluti þingmanna kemst upp með það hvað eftir annað að taka þingið í gíslingu með því að hertaka ræðustólinn sem er náttúrulegur flöskuháls hvers þings. Samkvæmt þingsköpum geta þingmenn talað endalaust í seinni umræðu þingsályktanna og annarri umræðu frumvarpa að lögum, reyndar ekki í einu eins og var þegar […]

Miðvikudagur 06.06 2012 - 23:38

Baráttan um Ísland er núna!

Við erum rík þjóð, þrátt fyrir hrun og skuggalega skuldastöðu heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs. Landið okkar er náttúruparadís, við eigum gnægt af hreinu vatni, sjaldséð víðerni og orkulindir. Og allt í kringum landið okkar, 200 mílur í allar áttir, eru gjöfug fiskimið. Arðurinn af auðlindum okkar ætti að duga til þess að við öll, 320.000 […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is