Færslur fyrir maí, 2012

Fimmtudagur 31.05 2012 - 17:09

Forsetakosningar og fjórða valdið – Opið bréf til Freys Einarssonar hjá 365

Ágæti Freyr, það fauk í mig í gær þegar ég rak augun í frétt um að Stöð 2 hyggðist standa fyrir og sjónvarpa kappræðum við tvo af þeim sjö sem bjóða sig fram til að gegna embætti forseta Íslands. Formlegur framboðsfrestur er rétt runninn út og enn er beðið eftir úrskurði um hvort öll framboð séu […]

Miðvikudagur 30.05 2012 - 00:09

Þingið sem brást

Fyrir þremur árum vorum við, 63 sem sitjum hér inni í þessum merkilega sal, kjörin til starfa fyrir þjóðina. Sum okkar höfðu verið hér áður, jafnvel áratugi. Aðrir voru að stíga sín fyrstu skref á nýjum vettvangi. Og verkefnin voru ærin. Heilt hrun, ekki bara efnahagslegt, heldur einnig siðferðislegt og stjórnmálalegt. Ég trúi því að […]

Fimmtudagur 24.05 2012 - 22:45

ESB, þjóðaratkvæðagreiðslur og ný stjórnarskrá

Í dag samþykkti Alþingi þingsályktun um fara skuli fram þjóðaratkvæðagreiðsla í haust um tillögur stjórnlagaráðs og nokkur nýmæli í þeim tillögum. Til hamingju með það öll! Nú fær þjóðin tækifæri til að koma að málinu aftur og veita þinginu ráð um framhaldið. Það hefur nú ekki gengið þrautalaust fyrir sig að koma þessari tillögu í […]

Sunnudagur 20.05 2012 - 23:29

Á 431 km hraða …

Ég var að skoða ljósmyndir frá því herrans ári 2008. Við fjölskyldan vorum svo lánsöm að fá tækifæri til að dvelja við nám, leik og störf í Kína í nokkra mánuði fyrri hluta ársins. Ein myndanna er af skjá sem sýnir hraðann á maglev lestinni sem gengur frá Shanghai út á flugvöllinn í Pudong. Myndin […]

Miðvikudagur 16.05 2012 - 11:38

Spyrjum þjóðina

Í dag og líklega næstu daga verður umræðum um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga á dagskrá þingsins. Eins og menn muna tókst þingflokki Sjálfstæðisflokksins og nokkrum þingmönnum Framsóknarflokksins að koma í veg fyrir að hægt væri að halda atkvæðagreiðsluna samhliða forsetakosningunum og spara þannig mikið fé. Kannski var það bara ágætt […]

Laugardagur 12.05 2012 - 13:55

Pontan

Hugmynd margra af störfum alþingismanna er sá hluti sem tengist þingsalnum og einkum ræðustólnum. Það er þar sem hlutirnir virðast gerast, þaðan sjáum við fréttir (oftar en ekki af átökum, málþófi, mismælum eða dónaskap) og þar held ég að margir haldi að við höldum til alla daga – það er ef við erum ekki hreinlega […]

Föstudagur 04.05 2012 - 15:52

Herbergi fullt af bavíönum

Á Alþingi er nú leikinn endalaus leikþáttur sem hægt er að kalla „Hver ræður á þinginu“. Fundað er fram á nótt um nánast ekki neitt –mál sem snýst að því hvernig ráðuneytum skuli skipað – hvort þau skulu vera fleiri eða færri og hvaða ráðherra gerir hvað. Öllum ber þó saman um að við ætlum […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is