Færslur fyrir mars, 2012

Miðvikudagur 28.03 2012 - 01:51

Gamla Ísland gerir dyraat

Nú er klukkan að verða hálf tvö um nótt og ég sit hér í þinghúsinu. Fyrstu umræðu um þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu er nýlega lokið og í lok hennar átti að vísa málinu til nefndar eins og venja er „ef enginn hreyfir andmælum við“. Þá er hægt að koma með athugasemd, t.d. ef manni finnst málið […]

Fimmtudagur 22.03 2012 - 17:17

Að spyrja þjóðina

Ég verð að viðurkenna að mér finnst allt að því fyndið hvað sumum þykist finnast það flókið að spyrja þjóðina út í fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá. Nú hefur þingsályktun þess efnis litið dagsins ljós og spurningarnar eru í mínum huga fullskiljanlegar sæmilega læsu fólki. Þá finnst mér það fullkomnlega fáránleg túlkun sem ég hef meðal annars heyrt […]

Þriðjudagur 20.03 2012 - 23:28

Frelsið er yndislegt!

Það hefur vart farið framhjá nokkrum að uppi er mikil umræða og að því er mér sýnist áróður fyrir forvirkum rannsóknarheimildum lögreglunnar. Þá fer ég ósjálfrátt að hugsa um bókina Endalok Ameríku (e. The End of America: Letter of Warning to a Young Patriot) eftir Naomi Wolf sem fjallar um það hvernig fólk afsalar sér […]

Mánudagur 19.03 2012 - 11:32

Af tapi, tjóni eða ráni

Mikill er máttur orðsins. Sá sem segir frá stjórnar nefnilega ansi miklu um hvað okkur finnst, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Því er ábyrgð fjölmiðlamanna á framsetningu frétta mikil. Bankarnir græða Fyrir síðustu helgi sendu tveir stóru bankanna frá sér ársreikninga fyrir síðasta ár. Sem fyrr er hagnaðurinn gífurlegur en nú fylgdu […]

Fimmtudagur 15.03 2012 - 21:17

Maastricht-skilyrðin og við

Helstu forréttindi þingmanna (fyrir utan bílastæði í miðborginni) eru að þeir geta lagt spurningar fyrir ráðherra sem verður að svara. Stundum er svarið þó hálfgert prump, og kannski sérstaklega þegar mikið liggur við að fá gott svar. Þá er eins og ráðherrann (eða starfsfólkið í ráðuneytinu) reyni hvað þeir geta til að koma sér undan […]

Mánudagur 12.03 2012 - 16:49

Þarf ekki frekar vitnanna við?

Ég rak augun í litla frétt á vef RÚV í dag um breytta dagskrá í landsdómi á morgun. Samkvæmt henni hefur verið hætt við að kalla 10 manns fyrir dóminn á morgun. Samkvæmt áður birtri dagskrá áttu nokkrir nefndarmenn í þingmannanefndinni sem lagði til að dómurinn yrði kallaður saman að mæta, sem og tveir úr […]

Föstudagur 09.03 2012 - 08:37

Afsökunarbeiðni

Vegna þeirrar óvægnu umræðu sem skapast hefur í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar á starfsmann lögmannsstofu í Lágmúla fyrr í vikunni viljum við ítreka að ofbeldi er aldrei réttlætanlegt og að við fordæmum það í öllum birtingarmyndum þess. Hafi orð okkar í því sambandi verið særandi eða meiðandi á einhvern hátt fyrir þá sem nú eiga um […]

Mánudagur 05.03 2012 - 18:37

Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt

Í morgun var ráðist á starfsfólk lögfræðistofu sem séð hefur um innheimtuaðgerðir fyrir fjármálafyrirtæki. Ég tala við marga í skuldavanda og ég verð að viðurkenna að ég hef þakkað fyrir hvern einasta dag sem hefur liðið án þess fréttir í þessa veru hafi borist okkur. Því undir niðri kraumar djúpstæð reiði, vonbrigði og særindi fólks […]

Fimmtudagur 01.03 2012 - 00:10

Yfirstéttin og sauðsvartur almúginn

Í dag ræddum við tillögu Bjarna Benedikssonar um afturköllun ákæru á hendur Geirs Haarde. Þetta var síðari umræða. Ég var á móti því að málið væri tekið inn í þingið – og er sammála félaga mínum í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, Magnúsi M. Norðdahl, um að málið hafi vart verið þingtækt en hann gerði grein fyrir […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is