Föstudagur 17.02.2012 - 20:25 - FB ummæli ()

Nei Jóhanna!

Jóhanna Sigurðarsóttir skrifar grein í Fréttablaðið í dag.

Greininni lýkur með orðunum:

Um leið og ég fagna þeim aukna rétti og þeim bætta hag sem nýfallinn dómur Hæstaréttar færir þeim tugþúsundum heimila sem tekið höfðu ólögleg gengisbundin lán, kalla ég eftir samstöðu og yfirvegun allra við úrlausn málsins og álitaefna sem upp koma. Nú er mikilvægt að fjármálafyrirtækin og stjórnvöld sameinist um að leysa með sanngjörnum hætti úr málinu, til hagsbóta fyrir lánþega og heimili þessa lands. (leturbreyting mín).

Ég verð að viðurkenna að að mér sótti hroll. Hin þétta samvinna ríkisins og fjármálafyrirtækjanna hefur nefnilega ekki gefist vel fyrir lántakendur. Hvernig væri að ráðgjafar væri frekar leitað hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, Umboðsmanni skuldara, Talsmanni neytenda, Samtökum lánþega eða öðrum sem hafa sérþekkingu á þessum málum og eru tilbúnir til að taka upp málstað íbúa þessa lands?

Og mér var einnig hugsað til orða sem höfð eru eftir Benito Mussolini:

Fasismi er hinn fullkomni samruni ríkis og stórfyrirtækja.

Nei Jóhanna, bankarnir eiga ekki að fá að túlka þennan dóm eftir sínu höfði!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is