Miðvikudagur 15.02.2012 - 19:28 - FB ummæli ()

Ég sagði NEI við lögum 151/2010

Mér finnst ótrúlegt að heyra að þingmenn telji sig hafa samþykkt lögin um gengislánin, lög nr. 151/2010 í góðri trú. Þetta var hrikalegt vandræðamál og umsagnir margrar umsagnaraðila, svo sem Umboðsmanns skuldara vöruðu mjög við þessari lagasetningu og bentu á að þau gætu vart staðist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Nú hefur Hæstiréttur staðfest það mat. Þá sendi sá aðili sem nú vann málið öllum þingmönnum bréf sem sýndi fram á hversu íþyngjandi áhrif lagasetningin myndi hafa á fjölmörg heimili í landinu.

Við vorum þó aðeins þrjú sem sögðum nei þegar greidd voru atkvæði um frumvarpið þann 18. desember 2010.

Ég gerði grein fyrir atkvæði mínu með eftirfarandi hætti:

Forseti. Ég vil benda á að það er fullkomlega galið að afgreiða þetta mál í dag. Stjórnvöld beindu almenningi inn í dómskerfið til að fá úrlausn mála sinna og það er þó lágmark að bíða eftir ráðgefandi niðurstöðu Hæstaréttar um málefni þeirra sem eru með gengistryggð húsnæðislán. Mig langar að minna á 36. gr. c samningslaga nr. 7/1936, en þar segir í 2. mgr.:

„Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag. Ef slíkum skilmála er vikið til hliðar í heild eða að hluta, eða breytt, skal samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur án skilmálans.“

Fyrirhuguð lagasetning gengur gegn því.

Sem sagt: I told you so!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is