Færslur fyrir febrúar, 2012

Þriðjudagur 28.02 2012 - 20:44

Og á bara að halda áfram að rukka?

Nú eru að koma mánaðarmót og þá reyna menn eftir fremstu getu að greiða reikningana sína, gera upp skuldir samkvæmt fyrirfram ákveðnu samkomulagi við lánveitendur. En nú er uppi sérstök staða. Tugþúsundir lántakenda hafa verið að greiða af áður gengistryggðum lánum sem hafa verið uppreiknuð með fáránlega háum afturvirkum vöxtum frá því sautjánhundruð og súrkál […]

Laugardagur 25.02 2012 - 02:40

Nýja Ísland, 25-0

Sennilega er fátt eins táknrænt fyrir baráttuna fyrir nýju og betra Íslandi og ritun nýrrar stjórnarskrár. Það finnst mér alla vega. Og því tek ég það afar nærri mér þegar fullyrt er að Alþingi – sem reyndar klúðrar nú ansi mörgu – sé að klúðra málinu. Sameinuðu þjóðirnar eru fyrir löngu búnar að finna upp […]

Miðvikudagur 22.02 2012 - 14:39

Hvað með þennan dóm?

Nú þegar hæstiréttur hefur fellt þann dóm að lög Árna Páls nr. 151/2010, samþykkt af 27 stjórnarþingmönnum, sem fólu í sér afturvirka íþyngjandi vexti fyrir lántakendur standist ekki og gangi gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar vakna fjölmargar spurningar. Skuldamál heimilanna eru ástæðan fyrir því að ég fór að skipta mér að stjórnmálum. Ég er 39 ára og […]

Laugardagur 18.02 2012 - 16:09

Gengislántakandi í útlegð

Ég auglýsti eftir reynslusögum vegna gegnislána á feisúkk og barst þetta bréf, birti það með leyfi bréfritara. Persónugreinanlegum atriðum hefur verið breytt: Við erum þrjú í fjölskyldunni. Ég á fyrirtæki og ég er meðal annars að borga af gengisláni vegna þess. Konan á líka bíl með gengistrggðu láni. Bíllinn hennar var keyptur árið 2006 á […]

Föstudagur 17.02 2012 - 20:25

Nei Jóhanna!

Jóhanna Sigurðarsóttir skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Greininni lýkur með orðunum: Um leið og ég fagna þeim aukna rétti og þeim bætta hag sem nýfallinn dómur Hæstaréttar færir þeim tugþúsundum heimila sem tekið höfðu ólögleg gengisbundin lán, kalla ég eftir samstöðu og yfirvegun allra við úrlausn málsins og álitaefna sem upp koma. Nú er […]

Miðvikudagur 15.02 2012 - 19:28

Ég sagði NEI við lögum 151/2010

Mér finnst ótrúlegt að heyra að þingmenn telji sig hafa samþykkt lögin um gengislánin, lög nr. 151/2010 í góðri trú. Þetta var hrikalegt vandræðamál og umsagnir margrar umsagnaraðila, svo sem Umboðsmanns skuldara vöruðu mjög við þessari lagasetningu og bentu á að þau gætu vart staðist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Nú hefur Hæstiréttur staðfest það mat. Þá sendi sá […]

Sunnudagur 12.02 2012 - 22:53

Að stofna stjórnmálaafl … lengri leiðin

Í dag var haldinn fyrri stofnfundur nýs stjórnmálaafls sem enn hefur ekki verið gefið nafn en gengur undir vinnuheitinu „Breiðfylkingin“. Hægt er að fara ýmsar leiðir til að stofna stjórnmálaflokk og sennilega er langþægilegast að gera það í litlum hópi þar sem flestir eru sammála um áherslur, vinnubrögð og stefnumál og bjóða svo fólki að […]

Fimmtudagur 09.02 2012 - 17:10

Í fátæktargildru

Fyrir jólin barst okkur þingmönnum bréf frá ungri konu sem fannst hún föst í einhverju sem mætti kalla fátæktargildru. Bréfið fer hér á eftir, reyndar örlítið endurskoðað frá henni sjálfri frá því hún sendi okkur það fyrst. Við breyttum einnig persónugreinanlegum atriðum. Bréfið er birt með leyfi bréfritara: Kæri þingmaður. Núna fyrir jól hafa verið […]

Sunnudagur 05.02 2012 - 15:28

Rannsókn á lífeyrissjóðunum getur ekki verið lokið

Að mörgu leyti var það klókt hjá forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna að ganga sjálfir í að láta rannsaka sjóðina, þ.e. ef þeir hafa eitthvað að fela. Þann 28. september 2010 ályktaði Alþingi eftirminnilega um ýmis atriði sem nauðsynlega þyrfti að læra af, breyta og laga eða rannsaka betur eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ályktunina má lesa á bls. […]

Fimmtudagur 02.02 2012 - 16:07

Hvað varð um peningana hans afa?

Stundum berast mér athyglisverð bréf. Hér á eftir fer eitt þeirra, birt með leyfi bréfritara og afa hans: Afi minn var að verða 70 ára og fer nú á ellilífeyri. Afi hefur alltaf hugsað um peningana sína og þarf ekki að hafa áhyggjur. Þannig að áður en ég held áfram þá vil ég láta strax […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is