Færslur fyrir janúar, 2012

Þriðjudagur 31.01 2012 - 22:48

Fúsk hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands

Eitt af því sem ég lærði í háskóla, jafnvel þótt ég stundaði þar aðallega nám í hugvísindum, var hvernig fara bæri með heimildir og gögn. Slíkt er nefnilega mismerkilegt og þegar upplýsingar koma frá hagsmunaaðilum ber að taka þeim með fyrirvara. Við vitum að fyrir hrun gerðu fyrirtæki og hagsmunasamtök atvinnulífsins töluvert af því að […]

Þriðjudagur 24.01 2012 - 20:44

Enn af sorglegum örlögum þingmannamála

Síðustu helgi setti ég niður nokkur orð um örlög flestra þingmannamála; Sum komast aldrei til umræðu og því ekki heldur til nefndar í kjölfarið en þau sem eru svo heppin að fást rædd daga iðulega uppi þegar í nefndina er komið. Þau eru þó venjulegast send strax til umsagnar eftir 1. umræðu og stöku eru […]

Laugardagur 21.01 2012 - 20:14

Hin sorglegu örlög þingmannamála

Því hefur verið haldið fram að það hefði verið ólýðræðislegt að vísa tillögu Bjarna Benediktssonar um syndaaflausn hans ástkæra fyrrum formanns FLokksins frá. Ég verð að viðurkenna að það er örlítið til í því og þau rök ættu fullkomnlega við ef þetta væri nú þannig að þingmenn leggðu inn þingmál og að þau væru rædd […]

Föstudagur 20.01 2012 - 17:49

Hið undarlega samhengi hlutanna

Stundum eru hlutirnir allt öðruvísi en þeir líta út fyrir að vera. Nú eftir hádegið var framinn gjörningur hér á Austurvelli. Stórum steini hefur verið komið fyrir á vellinum sem á að vera minnisvarði um borgaralega óhlýðni og nefnist Svarta keilan. Verkið er eftir andófslistamanninn Santiago Sierra sem vappaði í kringum steininn og sló í fleiga […]

Þriðjudagur 17.01 2012 - 17:59

Staðgöngumæðrun

Nú er þing komið saman aftur eftir jólahlé með tilheyrandi uppþotum og umróti eins og landsmenn hafa sjálfsagt tekið eftir. Mér finnst bæði athyglisvert og afhjúpandi að þessi fyrsta vika þingsins er undirlögð málum frá Sjálfstæðisflokknum og er þingleg meðferð þeirra hluti af samkomulagi um þinglokin fyrir jólin. Í dag er til umræðu mál sem […]

Laugardagur 14.01 2012 - 20:35

Er Ísland ónýtt?

Stundum þyrmir algjörlega yfir mig þegar fréttir berast af því hvers konar bananalýðveldi við búum í. Nú hefur komið í ljós að á saltinu sem flest matvælafyrirtæki landsins virðast hafa keypt í framleiðsluna stendur skýrum stöfum „Industrial Salt“ og tekið fram á mörgum tungumálum að það skuli ekki nota nema einmitt í þeim tilgangi. Og […]

Þriðjudagur 10.01 2012 - 00:11

Hvað ættum við að borða?

Daglegt líf á upplýsingaöld Líf nútímamannsins snýst um upplýsingar. Því hefur verið fleygt að í einu dagblaði séu meiri upplýsingar en 19. aldar maðurinn fékk á allri lífsleiðinni. Daglega berast okkur fregnir af ástandi heimsmálanna, niðurstöður nýrra rannsókna og ýmsar fréttir af fólki og fyrirbærum. Vinir og ættingjar segja okkur frá reynslu sinni og svo […]

Föstudagur 06.01 2012 - 19:02

Sílikonur – hver ber ábyrgð á gölluðu pippi?

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld kom fram að þær konur sem fengið höfðu gallað „pip“ iðnaðarsílikon í sig hjá lýtalæknum séu ekki allar íslenskar. Sumar konurnar komu sérstaklega hingað til lands til að bæta útlitið með þessum hætti. Í fréttinni kom einnig fram að velferðarráðuneytið væri að skoða hvort hægt væri að bæta […]

Fimmtudagur 05.01 2012 - 23:07

Hver á þennan bústað, já eða nei?

Eins og glöggir lesendur vita er fyrirsögn þessa pistils fengin úr hinni sígildu kvikmynd Stellu í orlofi en Stella lætur þessi orð falla eftir að hún kemst að því að líf hennar er á vissum misskilningi byggt, án þess að hafa fengið botn í það nákvæmlega hvar hann liggur. Henni er þó ljóst að síðustu daga […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is