Laugardagur 24.12.2011 - 14:54 - FB ummæli ()

Jól!

Mér var nýlega bent á að finnska húsmæðrasambandið hefði ályktað að ef ekki ætti beinlínis að halda jól inni í eða upp á skápum væri alveg óþarfi að þrífa þar fyrir jólin.

Hér er hins vegar allt sem sést orðið hreint, hundurinn búinn að fá sína hreyfingu og farinn að leggja sig, ég búin að heimsækja og knúsa hana ömmu mína sem er 93 ára, búið að bera út jólakort til nágranna og vina og strauja sparidúkinn. Nú mega jólin fara að koma fyrir mér!

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og lýðræðislegs komandi árs. Megi framtíðin færa okkur réttlæti, jafnrétti og frið!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is