Færslur fyrir desember, 2011

Laugardagur 24.12 2011 - 14:54

Jól!

Mér var nýlega bent á að finnska húsmæðrasambandið hefði ályktað að ef ekki ætti beinlínis að halda jól inni í eða upp á skápum væri alveg óþarfi að þrífa þar fyrir jólin. Hér er hins vegar allt sem sést orðið hreint, hundurinn búinn að fá sína hreyfingu og farinn að leggja sig, ég búin að […]

Þriðjudagur 20.12 2011 - 20:45

Að treysta dómstólum

Þann 14. maí í fyrra sat ég í þingsal þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tók til máls um fundarstjórn forseta um svokallað nímenningamál sem þá var í hámæli. Níu einstaklingar höfðu verið valdir að því er virðist af handahófi úr hópi manna sem ruddist inn á þingpallana 8. desember 2008. Nímenningarnir voru ákærðir fyrir 100 gr. […]

Föstudagur 16.12 2011 - 21:17

Sjálfbærni

Nú stendur hið hefðbundna þinglokamálþóf stjórnarandstöðunnar yfir. Þá blaðra menn út í eitt, leggja fram kröfur um tvöfaldan ræðutíma, lengja umræðurnar með hinum ágætu andsvörum sem eru reyndar hugsuð til að gera einræður að samræðum en ekki sem málþófstrix en gagnast í hvoru tveggja. Tilgangurinn er að skapa sér samningsstöðu til að koma sínu máli […]

Fimmtudagur 15.12 2011 - 23:44

Kæra DV,

Í gær las ég frétt í blaðinu ykkar á bls. 11 undir fyrirsögninni „Stjörnulögmenn verja Egil“. Fréttin fjallar um nauðgunarkæruna á hendur Egils nokkurs sem stundum kallar sig Gillz, hverjir munu aðstoða hann við málsvörn og viðbrögð við kærunni meðal stuðningsmanna hans. Allt í fína að fjalla um það allt og efnistök fréttarinnar ágæt og […]

Miðvikudagur 14.12 2011 - 22:29

Eiga stjórnvöld ekki að standa vörð um almenna borgara?

Fréttir Kastljóssins síðustu daga eru ágætis áminning um að réttnefni á bankahruninu er í raun bankarán. Hrunið varð af mannavöldum og hvað sem síðar verður hefur enginn enn axlað ábyrgð á því tjóni sem við erum minnt á daglega. Icesave jólagleðin („engin jól án Icesave“) sem hófst í dag er ágætt dæmi. Í því samhengi […]

Laugardagur 10.12 2011 - 17:18

Alvöru matarmarkað í Reykjavík, takk!

Í kuldanum og rokinu í dag tókst lítilli sérverslun með sælkeravörur í Nóatúninu að sanna að það er sko sannarlega áhugi á matarmarkaði á Íslandi þar sem neytendur geta keypt matvöru beint af þeim sem búa hana til, milliliðalaust, allan ársins hring. Víðast hvar erlendis er að finna slíka markaði sem eru  frábær vettvangur fyrir […]

Föstudagur 09.12 2011 - 16:47

Dagur rauða nefsins

Ég er heimsforeldri. Það þýðir að mánaðarlega færast 1500 krónur út af kortinu mínu til UNICEF á Íslandi og þeim krónum er varið til hjálparstarfa í þágu barna víða um heim. UNICEF starfar í 156 löndum en UNICEF á Íslandi hefur sérstaklega styrkt börn í Síerra Leóne til mennta, unnið gegn kynferðisglæðum í Austur-Kongó, styrkt […]

Sunnudagur 04.12 2011 - 21:18

Lítil saga úr hversdagslífinu

Eftirfarandi bréf barst okkur þingmönnum fyrir nokkru. Bréfið hreyfði við mér þótt ég viti að margir aðrir eru í svipuðum sporum og fátt var um ráð enda duga þau úrræði sem stjórnvöld hafa fundið upp á skammt í hinum margbreytilega raunveruleika. Ég fékk leyfi bréfritara til að birta bréfið því mér fannst það eiga erindi […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is