Sunnudagur 20.11.2011 - 14:50 - FB ummæli ()

Sóknargjöld og flótti úr þjóðkirkjunni

Þingmönnum berast á hverjum degi ótal bréf og erindi. Flest koma í tölvupósti, þar á eftir í pappírsformi á þinginu, nokkrir senda bréfin heim eða í gegnum facebook og enn aðrir hringja. Upp á síðkastið hafa mér borist fjöldapóstar frá sóknarnefndum í kjördæminu (suður-kjördæmi) um lækkun á sóknargjöldum; í tölvupósti og sniglapósti niður í þing og heim. Flest bréfin eru keimlík og ein sóknarnefndin ákvað meira að segja að senda okkur þessi skilaboð í ábyrgðarpósti! Mér fannst það ekki sérlega góð hugmynd hjá þeim eftir að hafa gert mér sérstaka ferð á milli sveitarfélaga til að ná í bréfið og rennt yfir kunnuglegan textann. Mér leið frekar eins og ég hefði hlaupið fyrsta apríl.

Flestar sóknarnefndirnar vekja athygli á „að sóknargjöld hafi lækkað um 20% frá fjárlögum 2008 að teknu tilliti til úrsagna úr þjóðkirkjunni“ (leturbreyting mín).

Nú er það svo að kirkjan hefur orðið fyrir niðurskurði eins og aðrir á árunum eftir hrun. En hún hefur líka skorið sig niður sjálf, þ.e. fólki hefur ofboðið hvernig þjóðkirkjan hefur tekið á ýmsum málum sem komið hafa upp innan hennar og nægir að nefna biskupsmálin því til staðfestingar. Sóknarbörnin hafa því leitað eitthvert annað. Er ekki til of mikils mælt að við sem kjósum að tilheyra ekki í þjóðkirkjunni stöndum undir hærri greiðslum til hennar til að bæta henni upp það tekjutap sem flóttanum fylgir?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is