Fimmtudagur 03.11.2011 - 19:37 - FB ummæli ()

Stór dagur

Stundum, þegar ég er búin að fá nóg af öllu karpinu og óska þess heitast að þingmenn úr öllum flokkum gætu unnið saman og bjargað því sem bjargað verður á landinu okkar, gleymi ég því að vinnustaðurinn minn er í raun stórmerkilegur, sögulegur og ætti að vera stolt okkar allra.

En stundum gerist eitthvað undursamlegt og þá fæ ég gæsahúð eða kemst við. Það gerðist í dag þegar Amal Tamimi undirritaði drengskapareið að stjórnarskránni, fyrst kvenna af erlendum uppruna og fyrsti músliminn sem það gerir.

Til hamingju Ísland.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is