Færslur fyrir nóvember, 2011

Miðvikudagur 30.11 2011 - 20:27

Foringjaræði, lýðræði og samræða

Árin fyrir hrun einkenndust stjórnmálin að foringjaræði þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna réðu því sem þeir vildu. Þeirra var valdið, flokkurinn og dýrðin. Þeir tóku sér til að mynda vald til að lýsa yfir stuðningi Íslands við stríð í fjarlægu landi án þess að spyrja þing eða þjóð. Hugmyndir um beint lýðræði, þjóðaratkvæðagreiðslur og virkari þátttöku […]

Mánudagur 28.11 2011 - 20:14

Gamla Ísland, nýja Ísland og erlend fjárfesting

Heyrst hefur í stóra Grímsstaðamálinu að ráðherra sem fór að lögum og svaraði þeirri spurningu sem beint var til hans frá kínversku fjárfestingafélagi hefði átt að gera hlutina öðru vísi. Hann hefði frekar átt að kalla manninn sem hefur verið í fréttum vegna málsins til sín og reyna með einhverjum hætti að leysa málið með […]

Sunnudagur 27.11 2011 - 23:08

Í fréttum China Daily er þetta helst …

Mér finnst eitthvað meira en lítið bogið við þetta Huang Nubo mál. Undarlegast finnst mér þó hversu nærri sér ýmsir þingmenn Samfylkingarinnar skuli taka því að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra hyggist fara að lögum. Frá herra Huang liggja þræðir um hinna ýmsustu kima Samfylkingarinnar, hann var herbergisfélagi eiginmanns fyrrum formanns flokksins og á myndskeiði sem sýnt […]

Föstudagur 25.11 2011 - 18:01

Verðtryggingin burt

Eftirfarandi bókun var lögð fram í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins í gær: „Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis samþykkir að hefja á vettvangi nefndarinnar undirbúning þverpólitískrar áætlunar um minnkað vægi verðtryggingar á íslenskum fjármálamarkaði. Umrædd áætlun verði lögð fram sem þingmál og stefnt að framlagningu þess fyrir 15. febrúar 2012.“ Ég er  áheyrnarfulltrúi í nefndinni og styð […]

Miðvikudagur 23.11 2011 - 09:47

Fjármálaeftirlitið herðir sig (… vonandi!)

Þingmannanefndin sem fjallaði um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis lét framkvæma greiningu á skýrslunni frá kynjafræðilegu sjónarhorni. Það voru þær Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir sem unnu þá úttekt en hún er fylgirit með skýrslu þingmannanefndarinnar (hefst á bls. 209). Úttektin er allrar athygli verð því alltaf er gott að horfa á málin í nýju ljósi. […]

Mánudagur 21.11 2011 - 23:36

Meirihluti fyrir leiðréttingum lána á þingi?

Landsfundur sjálfstæðisflokksins fór fram um síðustu helgi. Mikið hefur verið rætt um formannsslag og ESB en minna um annað sem kom út úr fundinum svo sem ályktun um fjármál heimilanna. Þessi ályktun finnst mér um margt afar skynsamleg enda mikill samhljómur með henni og því sem ég og fleiri höfum verið að hamra á síðustu […]

Sunnudagur 20.11 2011 - 17:05

Spurningin sem efnahags- og viðskiptaráðherra getur ekki svarað

Enginn hefur komist hjá því að heyra umræðuna um gengistryggðu lánin og hvernig Alþingi setti afturvirk lög sem heimila fjármálafyrirtækjunum að reikna upp lánin miðað við forsendur sem engir allsgáðir einstaklingar hefðu nokkrum sinnum skrifað undir. Fólk sem tók lán með fremur lágum vöxtum á íslenskan mælikvarða og hafði gert ráð fyrir töluverðum gengissveiflum en […]

Sunnudagur 20.11 2011 - 14:50

Sóknargjöld og flótti úr þjóðkirkjunni

Þingmönnum berast á hverjum degi ótal bréf og erindi. Flest koma í tölvupósti, þar á eftir í pappírsformi á þinginu, nokkrir senda bréfin heim eða í gegnum facebook og enn aðrir hringja. Upp á síðkastið hafa mér borist fjöldapóstar frá sóknarnefndum í kjördæminu (suður-kjördæmi) um lækkun á sóknargjöldum; í tölvupósti og sniglapósti niður í þing […]

Fimmtudagur 17.11 2011 - 23:48

„Óvirki“ stjórnarmaðurinn

Í tilefni Kastljóssviðtals kvöldsins langar mig að endurbirta bloggfærslu sem ég skrifaði þann 13. ágúst s.l. og prjóna örlítið við hana: Að vinna ekki vinnuna sína Hún lætur ekki mikið yfir sér fréttin á bls. 26  í Morgunblaðinu í dag um stjórnarþátttöku Gunnars Andersen, þáverandi starfsmanns Landsbankans en núverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í tveimur aflandsfélögum Landsbankans […]

Mánudagur 14.11 2011 - 17:59

Hvað kostar búsið okkur?

Í vor lagði ég fram tvær fyrirspurnir til fjármálaráðherra í þinginu um tekjur og útgjöld ríkisins vegna áfengis og tóbaks. Svör bárust síðsumars og ollu mér vonbrigðum því ráðherra (eða starfsfólk hans) gerði enga tilraun til þessa að svara því hver kostnaður ríkisins væri vegna áfengis- og tóbaksneyslu. Þá fannst mér eiginlega betur heima setið […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is