Færslur fyrir október, 2011

Fimmtudagur 27.10 2011 - 15:40

Svipmynd úr Hörpu

Fyrirlesari er kominn fram yfir tímann sinn og heldur áfram að mala og mala. Á kantinum situr aðstoðarseðlabankastjóri sem átti að vera að stýra umræðunni og veifar gulum miða máttleysislega án þess að ræðumaðurinnn veiti því nokkra athygli. Minnir óneitanlega á tilburði þessa sama Seðlabanka til að hemja bankana á árunum fyrir hrun.

Miðvikudagur 26.10 2011 - 23:16

Upplýsingum miðlað

Á morgun, 27. október, verður haldin ráðstefna í Hörpu á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Gestir eru margir og tignir sumir hverjir. Við, þingmenn Hreyfingarinnar, höfðum áhyggjur af því að margir þeirra ágætu fjármálaspekinga sem taka þátt hafi ekki greinagóðar upplýsingar um raunverulega stöðu mála, en yrðu þess í stað mataðir á lofrullu íslenskra stjórnvalda […]

Mánudagur 24.10 2011 - 23:32

Krabbamein í samfélaginu

Það var athyglisvert viðtalið við Richard Wilkinson í Silfrinu á sunnudaginn. Í stuttu máli snúast kenningar hans um að samfélögum þar sem jöfnuður ríkir vegni mun betur á öllum sviðum en þar sem ójöfnuður er áberandi. Þetta á við um glæpatíðni, heilsufar og svo ótal margt fleira. Í því samhengi velti ég fyrir mér áhrifum […]

Föstudagur 21.10 2011 - 19:09

Ný leið, ný stjórnarskrá

Því að vera borgari fylgja ekki bara réttindi heldur líka skyldur. Það er skylda allra Íslendinga að láta sig þróun þjóðfélagsins varða, vera ekki bara að græða á daginn og grilla á kvöldin. En þá þarf líka að vera til öflugri og betri farvegur til inngrips en að vera með hávaða fyrir utan þinghúsið, kasta […]

Þriðjudagur 18.10 2011 - 21:34

Menn að leika guð

Það var ekki bara hiti í jörðu í Hveragerði í gærkvöldi. Íbúar fjölmenntu á upplýsingafund sem Orkuveita Reykjavíkur hélt á Hótel Örk og eðlilega var mönnum heitt í hamsi en síðustu vikurnar hefur niðurdæling Orkuveitunnar haft í för með sér um 1900 mælanlega jarðskjálfta allt upp í tæplega 4 á Richterskvarða. Í Hveragerði hefur jörð […]

Mánudagur 17.10 2011 - 17:30

Bankasýslan, forstjórinn og hæfniskröfur

Mikið hefur verið rætt og ritað um Bankasýslu ríkisins og nýjan forstjóra hennar þótt fréttum beri reyndar ekki saman um hvort hann taki til starfa eða ekki. Hugmyndin með Bankasýslunni var að málefni bankanna og stjórnun þeirra væri ekki á borði fjármálaráðherra. Talað var um að færa bankana svokallaða „armslengd“ frá ráðherranum. Stofnað var til […]

Sunnudagur 09.10 2011 - 16:38

Atvinnulífið, hagsmunatengsl og „eitthvað annað“

Ég var að horfa á Styrmi Gunnarsson í Silfrinu tala um að stjórnmálamenn þyrftu að berjast gegn hagsmunaklíkum og hvernig þær verða alltaf of sterkar í okkar samfélagi á kostnað minni atvinnurekenda. Þessu er ég hjartanlega sammála. Til er félagsskapur sem heitir Samtök atvinnulífsins. Forsvarsmenn hans tjá sig oft og iðulega um atvinnulífið, þarfir þess, […]

Fimmtudagur 06.10 2011 - 23:05

Brjóta þingflokkar gegn stjórnarskránni?

Ég tók til máls undir liðnum „störf þingsins“ í dag um þau vinnubrögð sem tíðkast innan sumra þingflokka að þingmenn þurfa að fá leyfi frá þingflokknum til að flytja mál í þinginu og vera meðflutningsmenn á málum annarra þingmanna. Þar sem nú er nýtt þing nýhafið eru margir að huga að flutningi nýrra þingmála og […]

Miðvikudagur 05.10 2011 - 16:16

Hærri skuld eftir endurútreikning

Enn berast mér bréf frá skuldsettum fjölskyldum. Með leyfi bréfritara birti ég hér eitt sem sýnir svart á hvítu hvernig endurútreikningur á gengistryggðum lánum getur stundum verið fjármálafyrirtækinu í hag. Sæl Margrét Ég sá að þú varst að auglýsa eftir reynslusögum. Hér kemur okkar saga. Haustið 2007 keyptum við hjónin okkur bíl og með honum […]

Þriðjudagur 04.10 2011 - 11:45

Svigrúm til leiðréttinga – Látum ekki bankana hirða það!

Svar mitt við stefnuræðu forsætisráðherra Forseti, góðir landsmenn Mér fannst hún að mörgu leyti ágæt, stefnuræða forsætisráðherra, eins langt og hún nær. Ég er til að mynda alveg sammála Jóhönnu Sigurðardóttur um að mikilvægi þess að þjóðin fái nýja stjórnarskrá og að þjóðin sjálf fái að segja sína skoðun á henni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og mér þótti […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is