Fimmtudagur 12.01.2012 - 15:08 - Lokað fyrir ummæli

Lífeyrisréttindi

Í síðasta þætti Silfri Egils sunnudaginn 8. janúar fór sá misskilningur á flot að lífeyrisréttindi þingmanna á Alþingi í dag væru margfalt betri en annara launamanna.

Svo er ekki.

Lögum um lífeyrisréttindi þingmanna var breytt snemma árs 2009 (lög 12/2009) og síðan hafa þingmenn áunnið sér inn lífeyrisréttindi eftir sömu reglum og með sama hætti og aðrir ríkisstarfsmenn sem greiða í A-deild Lífeyrissjóðs Ríkisins.

Annað er óeðlilegt, enda eiga ekki að gilda aðrar reglur um þingmenn og aðra ríkisstarfsmenn.

Það leiðir um leið hugann að öðru verkefni;

Mikilvægt er að jafna þarf lífeyrisréttindi á vinnumarkaði almennt. Vinna við athugun á slíku er hafin á vegum stjórnvalda og væntir maður mikils af þeirri niðurstöðu. Hér er ég ekki að tala um að færa niður réttindi – heldur jafna þau til framtíðar litið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is