Færslur fyrir flokkinn ‘Vinir og fjölskylda’

Miðvikudagur 19.02 2014 - 16:54

20 ár frá heimför úr sveitinni

Um þessar mundir eru 20 ár liðin frá því að ég kom heim til mín frá Staðarfelli – að baki var almenn meðferð á Vogi og síðan fjögurra vikna framhaldsmeðferð í sveitinni. Með hjálp SÁÁ, AA, fjölskyldu og vina auðnaðist mér að stöðva markvisst niðurrif brennivínsbölsins, sem var um það bil að koma mér út […]

Miðvikudagur 14.08 2013 - 14:09

Um afa minn og horfna flokkinn

Föðurafi minn og nafni var einlægur og ötull stuðningsmaður og talsmaður „gamla“ Framsóknarflokksins. Hann trúði á samvinnuhugsjónina og vildi allt til þess gera að bændur, leiguliðar, vinnufólk og önnur alþýða til sveita mætti upplifa framfarir og bættan hag, á öllum sviðum; í afkomu, í aðbúnaði, í samgöngum, með rafvæðingu sveitanna, með strandsiglingum, með bæði framþróun […]

Miðvikudagur 07.08 2013 - 12:39

Árleg banaslys í fluginu á ný?

Hörmulegt flugslys við bæjardyr Akureyrar, nú á frídegi verslunarmanna, snart hjörtu minnar fjölskyldu að vonum sérlega óþægilega. Tveir menn fórust en sá þriðji slapp sem betur fer lítt meiddur. Við sendum aðstandendum hinna látnu okkar innilegustu samúðarkveðjur – því miður skiljum við vel líðan þeirra. Þetta flugslys átti sér stað nokkurn veginn nákvæmlega 13 árum […]

Laugardagur 24.12 2011 - 12:09

… réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð

„Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. Ísland er frjálst og fullvalda ríki með frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi að hornsteinum. Stjórnvöld skulu vinna að velferð íbúa […]

Þriðjudagur 28.06 2011 - 10:19

Mitt elskulega kvonfang

Elskuleg eiginkona mín, Kristín Dýrfjörð, á stórafmæli í dag, er fimmtug. Í lok ársins eigum við síðan 30 ára brúðkaupsafmæli. Hún gaf mér frábæra tengdaforeldra og sýndi mínum foreldrum heitnum tilhlýðilega meðaumkvun og umhyggju. Hún gaf mér tvo yndislega syni og í dag berum við stolt titilana afi og amma. Hún þraukaði á meðan alkóhólisminn […]

Miðvikudagur 22.12 2010 - 12:35

Í ljósadýrð og fjölskyldufaðmi

Daginn er aftur tekið að lengja; gleðilega hátíð. Ég er að hugsa um að halda upp á það næstkomandi föstudagskvöld með veglegri kvöldmáltíð og gefa og þiggja gjafir í fjölskyldufaðmi og ljósadýrð. Hleypa kærleik og bræðralagi í fyrsta sætið, kveðja ár sem hefur verið landsmönnum erfitt og stíga á stokk með heitstrengingum um að næsta […]

Föstudagur 26.11 2010 - 11:32

Auðvelt og ánægjulegt – að kjósa

1. Það er EKKI erfitt og flókið að kjósa í kosningunum til Stjórnlagaþings. 2. Það er kannski svolítið erfitt að finna 25 frambjóðendur, en um leið og kjósandinn er búinn að finna eitt eða nokkur nöfn þá er hann tilbúinn og þarf ekki meira. 3. Það er kjósandanum EKKI erfitt að forgangsraða nöfnunum. Við forgangsröðum […]

Miðvikudagur 15.09 2010 - 13:49

Tengiliður vistheimila

Best að segja það eins og það er: Ég er drullufúll. Ég sótti um stöðu „tengiliðs vistheimila“, stöðu sem búin var til samkvæmt lögum um sanngirnisbætur (vegna ofbeldis og annarrar illrar meðferðar á vistheimilum forðum), stöðu sem ég hef meira og minna gegnt endurgjaldslaust í sjálfboðavinnu í hátt í 3 ár (liðsinna, afla upplýsinga og […]

Þriðjudagur 15.06 2010 - 12:19

Vatnið er allra – en ekki fáeinna féhirða…

Neðangreint er erindi um vatn sem vinur minn Páll Helgi Hannesson, þáverandi alþjóðafulltrúi BSRB, hélt á ráðstefnu árið 2005 og sem ég leyfi mér að gera að mínum í tilefni þess að Sjálfstæðisflokkurinn vill að einkavæðingarlög um vatn taki gildi, en afnemist ekki. „Skortur á hreinu vatni er eitt helsta vandamál mannskynsins í dag. Tölurnar […]

Fimmtudagur 25.03 2010 - 09:15

Mælt fyrir sanngirni

Eftir skamma stund mælir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fyrir frumvarpi til laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á vistheimilum fyrri tíma. Þetta er frumvarp sem smíðað var í samráði við meðal annars Breiðavíkursamtökin og sátt náðist loks um, þannig að frumvarpið nýtur stuðnings og því fylgir von um skjóta afgreiðslu. Þó er eitt og annað þarna sem […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is