Færslur fyrir desember, 2011

Laugardagur 24.12 2011 - 12:09

… réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð

„Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. Ísland er frjálst og fullvalda ríki með frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi að hornsteinum. Stjórnvöld skulu vinna að velferð íbúa […]

Sunnudagur 18.12 2011 - 23:29

NEI við græðgisvæðingu almannaþjónustunnar

„Utanríkisráðuneytinu hefur mistekist að halda til haga þeim meginhagsmunum Íslands “að verja hið norræna form félagslegrar almannaþjónustu”, sem meirihluti utanríkismálanefndar Alþingis skilgreindi sem þær forsendur “sem stjórnvöldum ber að hafa að leiðarljósi í aðildarviðræðum við ESB”.“ Svo hefst afar athyglisverð bloggfærsla sem Páll H. Hannesson hefur birt á bloggsíðunni „ESB og almenningur“ (sjá hér). Í […]

Laugardagur 10.12 2011 - 12:29

… 60% nefna ekki „fjórflokkinn“

Í síðustu færslu minni ræddi ég út frá niðurstöðu könnunar Capacent, að um 40% svarenda gátu eða vildu ekki tiltaka neinn fjórflokkanna sem sitt val. Nýjasta skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins ýtir enn frekar undir vísbendingarnar um gríðarlega óánægju og óvissu kjósenda með þá pólitísku valkosti sem í boði eru að óbreyttu. Í könnuninni nú […]

Föstudagur 02.12 2011 - 20:47

40% velja ekki neinn „fjórflokkanna“

Samkvæmt frétt RÚV er svo metið, út frá Þjóðarpúlsar-niðurstöðum Gallup, að Sjálfstæðisflokkurinn sé staddur í 38% fylgi, um 22% styðji Samfylkinguna, tæp 15% Framsóknarflokkinn, 13,5% VG, 2% Hreyfinguna en 10% „önnur framboð“. Tekið er fram að 15% myndu skila auðu (væntanlega meðtaldir þar þeir sem segjast ekki ætla að kjósa), en uppá vantar í fréttinni […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is