Færslur fyrir flokkinn ‘Bloggar’

Fimmtudagur 02.02 2012 - 14:50

„Hann á erindi við þjóðina“

Er það virkilega? Hvaða erindi? Fyrirtækið ja.is, sem gefur m.a. út Símaskrána, hlaut viðurkenninguna „Gæfusporið“ hjá FKA, Félagi kvenna í atvinnurekstri, í síðustu viku. Þar eru í forsvari Hafdís Jónsdóttir, annar eigenda World Class, og Svava Johansen, eigandi NTC sem rekur m.a. verslunina 17. Í forsvari fyrir ja.is eru nokkrar konur og einn karl. Í […]

Mánudagur 30.01 2012 - 18:42

Hvítflibbavafningar refsilausrar elítu

Það fór varla fram hjá neinum um helgina að Hallgrímur Helgason, rithöfundur, skrifaði grein í helgarblað DV. Vitnað var í greinina og um hana fjallað á netinu, þó ekki í stærstu miðlunum sem þögðu þunnu hljóði. Enda hefur DV verið eini miðillinn sem hefur fjallað ítarlega um Vafning Bjarna Benediktssonar. Í dag er svo viðtal við […]

Laugardagur 28.01 2012 - 16:36

Sjálfsréttlæting ritstjóra

Það gerist allt of sjaldan að ritstjóranum, sem hamast við að endurskrifa söguna í sjálfsréttlætingarskyni, er svarað. Hér er grein eftir Pál Magnússon, útvarpsstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Fyrir neðan er Reykjavíkurbréfið sem Páll er að svara. Smellið í læsilega stærð. Morgunblaðið 28. janúar 2012   Morgunblaðið 22. janúar 2012

Föstudagur 20.01 2012 - 00:48

Refsileysi elítunnar – að gefnu tilefni

Í dag verður rædd á Alþingi tillaga formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, um að draga landsdómskæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra til baka. Með þeim fyrirvara að frávísunartillaga verði lögð fram og samþykkt. Við höfum öll fylgst með því í þrjú, löng ár hvernig aðalhrunvaldarnir hafa vaðið um á skítugum skónum og látið eins og ekkert hafi […]

Þriðjudagur 25.10 2011 - 18:33

Kvöld í Moskvu eða Vorkvöld í Reykjavík

Upplifun manna af sömu hlutunum getur verið æði misjöfn og ástæður þess margvíslegar. Í dag birtist okkur eitt slíkt dæmi sem vert er að benda á. Í Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir formann Samtaka iðnaðarins, fjársterkra samtaka sem eru ein af átta aðildarfélögum Samtaka atvinnulífsins. Formaðurinn segir frá ferð til Mosvuborgar, sér lífið þar […]

Laugardagur 16.07 2011 - 08:18

Skrattinn hittir ömmu sína

Einu sinni, endur fyrir löngu, skrifaði ég þennan pistil að gefnu tilefni – Guð blessi Sjálfstæðisflokkinn. Þar sagði ég meðal annars þetta: „Skemmtiþátturinn Hrafnaþing á sjónvarpsstöðinni ÍNN er óborganlegur og meinhollur í smáum skömmtum. Þar sitja gjarnan sjálfstæðismenn og hæla hver öðrum á milli þess sem þáttastjórnandinn, Ingvi Hrafn Jónsson, flissar dátt og bullar fjörlega. […]

Mánudagur 27.06 2011 - 15:37

Helvíti á jörðu – upprifjun

Nú eru tvö og hálft ár frá hruninu mikla og enn óralangt í land við að rétta af það sem máli skiptir – líf og lífskjör almennings, siðferði, heiðarleika og ekki síst við að ná fram réttlæti. Jafnvel fólk sem gerir ekki miklar kröfur til lífsgæða er orðið langþreytt og mér virðist sem margir hafi […]

Föstudagur 06.05 2011 - 00:12

Stígamót og þjóðhátíð í Eyjum

Ítrekuð ummæli talsmanns þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum um samtökin Stígamót hafa vakið gríðarlega furðu og óneitanlega nístandi kuldahrolli. Talsmaðurinn, Páll Scheving, vísar í mál frá 1994 og uppástendur að nauðgunum fjölgi þar sem Stígamót eru. Þessu hefur verið líkt við að eldsvoðum fjölgi þar sem er slökkvilið, glæpum þar sem er lögregla, sjúkdómum þar sem eru […]

Sunnudagur 01.05 2011 - 17:36

Er landið að rísa?

Silfur Egils var mjög fínt í dag – málefnalegt og upplýsandi. Ég staldra hér við grein eftir og viðtal við Harald Líndal Haraldsson og ætla að birta bæði greinina og viðtalið hér til að vekja athygli á málflutningi Haraldar. Nauðsynlegt er að horfa á báða hluta viðtalsins til að fá samhengið. Eins og kom fram […]

Þriðjudagur 26.04 2011 - 02:01

Fjölmiðlar, fréttamenn og áhrif orðanna

Gagnrýni á fjölmiðla og fréttamenn hefur verið fjölbreytt og stundum öflug á undanförnum árum og ýmislegt tínt til. Sjálf hef ég gagnrýnt fjölmiðlana oft – fréttamat þeirra og framsetningu – og ekki síður fyrir það sem ekki er fjallað um. En ég hef líka hrósað og hampað því sem mér hefur fundist vel gert og […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is