Sunnudagur 13.05.2012 - 02:51 - FB ummæli ()

Að lepja dauðann úr skel

Áróðursherferð LÍÚ og kvótagreifanna í fjölmiðlum sem snýst um að íbúar landsbyggðarinnar og þjóðin öll muni þurfa að lepja dauðann úr skel ef kvótakerfinu verði breytt (les.: þeir sjálfir verði mögulega kannski að breyta lífsstílnum) er að springa framan í þá. Kannski er ekki eins auðvelt að sannfæra almenning eins og áður því nú vitum við miklu meira. Við vitum um lúxuslífið, við vitum um þyrlurnar, við vitum um skattaskjólin, við vitum um rányrkjuna undan ströndum Afríku og við vitum hvernig greifarnir hafa lifað á kostnað þjóðarinnar um áratuga skeið – þjóðarinnar sem að nafninu til a.m.k. á auðlindina sem þeir græða á.

Ég bendi sérstaklega á tvær bloggfærslur um málið – eftir Illuga Jökulsson og Björgvin Val Guðmundsson. Í þessu myndaalbúmi er rifjuð upp síðasta áróðursherferð LÍÚ frá 2010.

Mér virðist að auglýsing sem birtist í Fréttablaðinu í gær hafi gert útslagið. Og þegar fregnir bárust um að myndin af fjölskyldunni hefði verið notuð í heimildarleysi varð fjandinn laus. Gerðar hafa verið margar útgáfur af auglýsingunni – stórar og smáar. Hér eru nokkrar þeirra sem hafa flogið með leifturhraða um Facebook og víðar – frumútgáfan efst, ritskoðuð.

Fréttablaðið 12. maí 2012 - ritskoðuð

Fréttablaðið 12. maí 2012 - ritskoðuð

Þetta er mín eigin útgáfa.

Aðför að auðmönnum - Lára Hanna

Aðför að auðmönnum - Lára Hanna

Þessa útgáfu fékk Kristinn Hrafnsson senda. Ég veit ekki hver gerði hana.

Vestur Afríka

Vestur Afríka

Þessa sá ég á Facebook síðu Péturs, vinars míns. Henni fylgdi þessi texti: „Nýlega kom í ljós að mynd sem notuð var í áróðurstilgangi af leppum LÍÚ var birt í leyfisleysi. Þegar myndin var fjarlægð kom eftirfarandi í ljós:“

Morgunbladid, Sjálfstæðisflokkurinn og LÍÚ - Pétur

Morgunbladid, Sjálfstæðisflokkurinn og LÍÚ - Pétur

Svo er það vesalings fátæklingurinn hann Magnús Kristinsson í Vestmannaeyjum. Þessi er af Fb-síðu Eyjólfs Eyjólfssonar.

Magnús Kristinsson og þyrlan - Eyjólfur

Magnús Kristinsson og þyrlan - Eyjólfur

Að lokum tvær eftir Hjálmtý Heiðdal. Sú fyrri eftir að forsetinn tapar kosningunum:

Forseti eftir tap - Hjálmtýr

Forseti eftir tap - Hjálmtýr

Dýraverndunarsinnar ganga á lagið:

Dýraverndunarsinnar - Hjálmtýr

Dýraverndunarsinnar - Hjálmtýr

Ef þið eruð með fleiri útgáfur af þessari ósvífnu auglýsingu væri gaman að safna þeim hér saman. Sendið mér þær í tölvupósti á larahanna@simnet.is og getið höfunda – eða ekki… Og þetta verður að fylgja með!

Þessa fékk ég senda frá Sigurði Atlasyni.

Sokkar - Sigurður Atlason

Sokkar - Sigurður Atlason

Fjölmargir muna eftir þessari frétt – Ellert Grétarsson gerir sér mat úr henni:

Ætlaði að kaupa tannbursta... - Ellert

Ætlaði að kaupa tannbursta... - Ellert

Þetta er það eina – eftir því sem ég best veit – sem komið hefur fram í fréttum um þennan svívirðilega áróður. Hvað segja útsvarsgreiðendur í Fjarðarbyggð um að skattinum þeirra sé varið í svona rugl á meðan skorið er niður hjá t.d. skólunum og við umönnun aldraðra og sjúkra? En í öllum hinum sveitarfélögunum?:

Fréttir Stöðvar 2 – 12. maí 2012

Rifjum upp nokkrar fréttir og annað efni um kvótann, kvótakerfið, svindlið, „eigendurna“, skuldirnar, veðsetningarnar og afskriftirnar.

Svindlið í kvótakerfinu – Kompás 6. maí 2007

Ingólfur Arnarson um kvótakerfið og skuldsetningu í sjávarútvegi – Silfur Egils 18. janúar 2009

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í mars 2009

Brim braskar með skip og kvóta – Kastljós 9. desember 2009

Finnbogi Vikar í Silfri Egils 21. febrúar 2010

Hverjir „eiga“ kvótann? – Fréttir Stöðvar 2 – 24. mars 2010

Afskriftir kvótakónga – Tilbrigði við Kastljós 30. september 2010

Finnbogi Vikar í Silfri Egils 3. október 2010

Jakob Valgeir í Stím fær lán þrátt fyrir afskriftir – Kastljós 23. nóvember 2010

Kristinn Pétursson um veðsetningu á kvóta – Silfur Egils 30. janúar 2011

Enn meiri afskriftir Jakobs Valgeirs – Kastljós 19. apríl 2011

Kvóti, skip og afskriftir – Fréttir RÚV 5. október 2011 og Spaugstofan 1. október 2011

Braut Samherji lög? – Kastljós 27. mars 2012

Þorsteinn Már um meint svik Samherja – 29. mars 2012

Hefndaraðgerðir Samherja og Seðlabankinn í rétti – Fréttir RÚV 3. apríl 2012

Samherji, Þorsteinn Már og skálkaskjólin – samanklippt efni

Finnbogi Vikar um kvótafrumvarpið og fleira – Silfur Egils 13. maí 2012

Flokkar: Bloggar · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is