Fimmtudagur 22.04.2010 - 09:25 - FB ummæli ()

Skýrslan, Nefndin og Hópurinn

Ég er fyrst nú að taka fyrstu skrefin í að kynna mér Skýrsluna. Rétt búin að horfa á fréttamannafundinn frá 12. apríl, ræðurnar á Alþingi sama dag og langt komin með þátt RÚV um kvöldið. Ég ætla að setja þetta allt hér inn – í bútum og köflum – sjálfri mér og kannski öðrum til glöggvunar og upprifjunar. Enn er ég ekki búin að ná mér í prentað eintak af Skýrslunni en hef hana auðvitað á netinu eins og aðrir. Þetta er gríðarlega mikið að meðtaka og ég hef aðeins séð og heyrt glefsur úr sjónvarpi og útvarpi og lesið örfá atriði í netmiðlum, blöðum og á bloggi.

Hér er fréttamannafundurinn þar sem nefndin og siðfræðihópurinn kynntu Skýrsluna. Ég var ánægð með fundinn svo langt sem hann náði og tek undir með blaða- og fréttamönnum sem gagnrýndu það, að fá ekki skýrsluna fyrr í hendur til að undirbúa sig en það fjallaði ég um í þessum pistli. Nú er að sjá hvernig þingnefndin tekur á málinu og ég treysti því að almenningur fái að heyra allt um hennar umfjöllun. Gagnsæið í fyrirrúmi, er það ekki?

Fréttamannafundur Rannsóknarnefndar Alþingis 12. apríl 2010 – RÚV

Formáli – Páll Hreinsson

.

Sigríður Benediktsdóttir

.

Páll Hreinsson

.

Vilhjálmur Árnason

.

Salvör Nordal

.

Spurningar og svör

.

Eftirmáli – Ólafur Þ. Harðarson

.

Kynning á ensku

Flokkar: Bloggar

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ummæli

 • Islendingur

  Godann daginn Lara Hanna.
  Kaerar thakkir fyrir thetta allt. Nu verd eg ad hlusta og horfa vel a thetta allt saman, sem eg var buinn ad sja ad hluta, 12 april.
  Enn einu sinni, kaerar thakkir fyrir allt thetta og oll thin miklu storf.
  Bestu kvedjur.

 • Kærar þakkir.

  Fréttamannafundurinn var hreint heyksli og íslenskum fréttamönnum til skammar.

  Spurningar þeirra voru ómarkvissar og beinlínis lélegar.

  Flestir voru ófærir um að tjá sig á móðurmálinu.

  Ein fréttakonan óskaði skýrsluhöfundum til hamingju með gott verk!

  Hæun hafði fengið skýrsluna fimm mínútum áður.

  Vandi íslendinga er mikill.

  Ónýtir fjölmiðlar og lélegir fjölmiðlamenn auka hann enn frekar.

 • Gott að þú nennir að deila þessu með þjóðinni.

  Fáðu ekki verkkvíða fyrir þessari skýrslu. Þetta er ekki meira en að lesa dagblað. Er sjálfur búinn með 1 bindið.

  http://www.ruv.is/frett/akvaedi-fell-ur-neydarlogunum

  Sjáð þessa fábjána. Það munaði minnstu að það færi í lög að yfirtaka ætti FIH Bankann. Þá stóð nú Kaupþing enn í lappirnar ! Þessi mistök ein hefðu líklega fellt bankann.

 • Sammála. Biðin var vel þess virði. Skýrslan er áfangasigur. Íslenskir stjórnmálamenn ætla sér að ráða mestu um framhaldið. Þess vegna setur að manni ugg.

 • Já, það er hörumlegt hvernig sökudólgarnir í pólitíkinni ætla að reyna stjórna ferðinni !
  Sjáið viðbrögð formanns sjálfstæðisflokksins . Hann vill kosningar strax til koma í veg fyrir að sökudólgarnir verði sóttir til saka !

 • Lára Hanna – við skulum ekki gleyma því að ránið er enn í fullum gangi.

  Pukrið, leyndin er óbreytt og þjónkunin við auðvaldið og fjármagnseigendur er verri en nokkru sinni.

  Keep your eye on the ball!

 • Rabarbari

  Takk fyrir þessar video-clips.

  Horfði á viðtalið við Ólaf Þ. Harðarson. Þar var aðeins komið inn á hvernig viðskiptaráðherrann var ekki hafður með í ráðum þegar Glitnir var yfirtekinn.Þetta svona minnir á að samráð virðist ekki vera mikið í stjórnkerfinu. Menn eru bara smákóngar, hver á sínu priki.

  Þegar Bubbi kóngur lét bera Fláráð Stórvezír út úr stjórnarráðinu og holaði honum niður úti í móa lögðust þá ekki af samtalsfundir milli forseta og forsætisráðherra?

  Ég hef einhverja svona óljósa minningu um það að þegar Vigdís var forseti þá þurfti PM-inn alltaf að drekka með henni kaffi á morgnana og gefa skýrslu. Í sjónvarpsþáttum um Bretadrottningu þá kom fram að PM-inn þar í landi þarf alltaf að mæta hjá kellu og gefa rapport.

  Mér finnst þetta skipa máli vegna þess að Fláráður fór óvænt út í bullandi pólitík og eyðilagði þar með embættið. Það hefði kannski ekki þróast þannig ef menn hefðu talað saman.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is