Laugardagur 27.03.2010 - 14:43 - FB ummæli ()

Þvílíkt sjónarspil!

Enn stenst ég ekki mátið að setja inn gosmyndir fréttastofanna. Þetta verða bara allir að sjá. Og í hópinn hafa bæst útlendingar sem skilja enga íslensku en finnst stórkostlegt að sjá þessar flottu myndir sem myndatökumenn sjónvarpsstöðvanna og aðrir hafa tekið af gosinu á Fimmvörðuhálsi. RÚV hefur sett upp sérstaka eldgossíðu hér þar sem finna má alls konar fróðleik um gosið. Flott framtak. Þeir Íslendingar erlendis sem ekki geta spilað myndskeiðin á vef RÚV geta kannski skoðað skrifuðu fréttirnar og fylgst betur með. Vonandi fara allir varlega sem þræla sér upp á hálsinn eða jöklana til að hafa betra útsýni yfir gosið. Mikið hefur verið varað við ýmiss konar hættum og vonandi er útlendingunum líka gerð grein fyrir þeim.

Fréttir Stöðvar 2 – 25. mars 2010

Fréttir RÚV – 25. mars 2010

Fréttir Stöðvar 2 – 26. mars 2010

Fréttir RÚV – 26. mars 2010

Magnað myndskeið af eldfossinum í Hvannárgili af RÚV-vefnum eftir Guðmund Óla Gunnarsson

Fréttir Stöðvar 2 – 27. mars 2010

Fréttir RÚV – 27. mars 2010

Flokkar: Bloggar

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ummæli

 • Jón Steinar.

  Stórfenglegar myndir. Mér finnst þó synd að hraunið skuli renna í Hvannárgil. Ég hef komið þangað og það er óskaplega fallegt og mosagróið gil, þar sem þú sérð alla skala af grænum litum. Hálfgert ævintýragil, sem minnir á skógagil á kyrrahafseyju. Nú heyrir það sögunni til.

 • Gunnar Hrafn Jónsson

  Þetta er búin að vera allsvakaleg törn fyrir myndatökumenn og þeir eiga mikið lof skilið. Þessar myndir fara í sögubækurnar og viðbrögð erlendra fjölmiðla við myndunum eru gríðarleg.

 • alveg stórkostlegar myndir sem margir hafa náð þarna,og svo er þetta góð búbót fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu einsog kemur fram í fréttunum – sannleikurinn er að menn geta „grætt á daginn og grillað á kvöldin“.

 • Wow!

  Fott samanatekt. Þetta gost er gríðarlega flott staðsett myndlega séð, fallegt umhverfi, hraunfossar, jöklar, ein af flottari gönguleiðum landsins… allt í einum pakka.

 • Ósáttur við orðið „sjónarspil“ í fyrirsögn.
  Sjónarspil vísar til þess sem sett er á svið.
  Eldsumbrot eru ekki sviðsett.

 • Þorgrímur Gestsson

  Ekki er það alveg rétt að orðið sjónarspil sé ekki haft um annað en það sem sett er á svið.
  „að eldgos hafa eigi ætíð verið, landsmönnum kærkomin sjónarspil“ segir í jarðfræði e. Þorleif Einarsson 1968 og í Minnisverðum tíðindum Magnúsar Stephensens (1795-1809) segir: „ad vidrétta þess [::landsins] [ […]] hag, eptir ýmisleg náttúrunnar stórgérdu sjónar-spil.“
  (ritmálsskrá Orðabaókar Háskólans). Íslenskan er orðafrjósöm móðir, kvað skáldið Jónas…

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og átta? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is