Sunnudagur 07.02.2010 - 18:11 - FB ummæli ()

Athyglisverð umræða um RÚV

Mér fannst margt athyglisvert koma fram í viðtali Egils í Silfri dagsins við Gauta Sigþórsson, lektor í fjölmiðlun við Greenwich-háskólann í Lundúnum. Viðtalið hefði gjarnan mátt vera helmingi lengra. Gauti talaði um hlutverk RÚV sem „almannaútvarps/sjónvarps“ og taldi nauðsynlegt að endurskilgreina hlutverk og rekstur fjölmiðilsins. Í greininni hér að neðan vitnar Gauti í 3. grein laga nr. 6 frá 2007 – Lög um Ríkisútvarpið ohf. Greinin hljóðar svona:

RÚV - sjónvarp og útvarp á netinu

3. gr.
Útvarpsþjónusta í almannaþágu.

Hlutverk Ríkisútvarpsins ohf. er rekstur hvers konar útvarpsþjónustu í almannaþágu, svo sem hljóðvarps og sjónvarps, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum þessum. Útvarpsþjónusta í almannaþágu felur í sér eftirfarandi:

1. Að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.
2. Að senda út til alls landsins og næstu miða a.m.k. eina hljóðvarps- og sjónvarpsdagskrá árið um kring. Enn fremur að birta valda hluta efnis síns, breytta eða óbreytta, ásamt öðru þjónustuefni í breyttu eða óbreyttu formi með öðrum miðlum, þ.m.t. að gera efni aðgengilegt almenningi með þeim hætti að hver og einn geti fengið aðgang að verkinu á þeim stað og á þeirri stundu er hann sjálfur kýs.
3. Að framleiða og dreifa hvers konar útvarpsefni fyrir sjónvarp og hljóðvarp á sviði fréttamiðlunar, fræðslu, lista og afþreyingar. Efnið skal fullnægja eðlilegum kröfum almennings um gæði og fjölbreytni.
4. Að veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar sérstaklega og með þeim hætti tryggja hlutlæga upplýsingagjöf um íslenskt samfélag.
5. Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.
6. Að flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri. Sérstaklega skal þess gætt að hafa á boðstólum fjölbreytt efni við hæfi barna, jafnt í hljóðvarpi sem sjónvarpi.
7. Að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða.
8. Að flytja efni á sviði lista, vísinda, sögu, íþrótta og annars tómstundastarfs.
9. Að miða útvarpsefni við fjölbreytni íslensks þjóðlífs, þar á meðal að sinna eðlilegum þörfum minnihlutahópa.
10. Að koma upp aðstöðu til dagskrárgerðar og útvarps utan höfuðborgarsvæðisins.
11. Að halda uppi nauðsynlegri öryggisþjónustu á sviði útvarps.
12. Að eiga eða leigja, sem og að reka, hvers konar búnað og eignir, þar á meðal tæknibúnað og fasteignir sem nauðsynlegar eru fyrir starfsemi félagsins.
13. Að varðveita til frambúðar frumflutt efni, enda sé gengið frá samningum við aðra rétthafa efnis um að slíkt sé heimilt.

Menntamálaráðherra og Ríkisútvarpinu ohf. ber að gera sérstakan þjónustusamning um markmið, umfang og nánari kröfur skv. 2. mgr. um útvarpsþjónustu í almannaþágu.

RÚV - sjónvarp og útvarp á netinu

 

Í Fréttablaðsgreininni tekur Gauti þetta saman þannig:  „Með smá einföldun má segja að samkvæmt 3. grein laganna frá 2007 sé tilgangur Ríkisútvarpsins að veita áreiðanlega, hlutlæga fréttaþjónustu, fræðslu, skemmtun (sérstaklega barnaefni), rækta íslenska tungu, sögu og menningu, sem og að vera vettvangur lýðræðislegrar umræðu sem tekur mið af fjölbreytni íslensks þjóðlífs.“ Þetta er nærri lagi, en einföldun eins og Gauti segir réttilega.

Vel mætti taka hvern einasta lið, kryfja og spá í hvernig til hefur tekist og sjálfsagt væru margar skoðanir á lofti. Ég hef ekki orðið vör við að núverandi ríkisstjórn hafi nokkurn áhuga á Ríkisútvarpinu, hafi í hyggju að skilgreina hlutverk þess frekar eða gera því kleift að sinna skyldu sinni. Það verður að vernda RÚV gegn flokkapólitík. Ráðningar í öll störf eiga að vera faglegar, ekki flokkspólitískar – líka skipan útvarpsráðs ef þess er þörf. Og það á að tryggja afkomu RÚV miklu betur og skýrar til að starfsfólkið fái vinnufrið og almenningur geti treyst því sem frá miðlinum kemur. Sú staðreynd að nú hrópa hægrimenn „vinstrimiðill“ og vinstrimenn hrópa „hægrimiðill“ er stórfín meðmæli með RÚV.

RÚV má ekki einka-, einkavina- eða markaðsvæða. Sjáið bara hvernig er búið að fara með Stöð 2. Þættir sem fjölluðu vitrænt um samfélagsmál, þjóðmál, ádeilu og pólitíska umræðu – jafnvel rannsóknarfréttamennsku – eru ýmist horfnir eða hafa verið Séðogheyrt-væddir. Langbitastæðasta fjölmiðlaefnið er á RÚV – bæði sjónvarpi og útvarpi – þótt Bylgjan sé ennþá með góða þætti. Skjá 1 get ég ekki lagt mat á því ég hef aldrei horft á þá sjónvarpsstöð (nema Sölva á netinu) og hlusta ekki á tónlistarstöðvarnar. Nú er ég alls ekki að meina að ekkert skemmtiefni eigi að vera á RÚV, langt í frá. Allt er gott í bland. En hver hefur sjálfsagt sína skoðun á þessu.

Viðbót: Solveig benti á þessa umræðu í athugasemd – Kristín Helga Gunnarsdóttir og Þorbjörn Broddason um tillögur starfshóps um almannaútvarp á Íslandi í Víðsjá 28. janúar. Þau Kristín Helga og Þorbjörn voru bæði í starfshópnum. Og Viðar Eggertsson benti á Facebook á viðtal við Gauta Sigþórsson í Víðsjá 4. febrúar.

Víðsjá 28. janúar 2010

.

Víðsjá 4. febrúar 2010

.

Takið t.d. eftir svari Gauta seint í viðtalinu þegar Egill spyr hann um aðferðina sem farin var í útvarps- og sjónvarpsrekstri á Nýja Sjálandi.

Gauti Sigþórsson um RÚV í Silfri Egils 7. febrúar 2010

.

Fréttablaðið 30. janúar 2010

Ríkisútvarp til framtíðar - Gauti Sigþórsson - Fréttablaðið 30. janúar 2010

Ríkisútvarp til framtíðar – Gauti Sigþórsson – Fréttablaðið 30. janúar 2010

.

Í lok viðtalsins í Silfrinu sagðist Gauti geta látið Egil fá „neðanmálsgrein“ með upplýsingum um m.a. tilraunina á Nýja Sjálandi. Gauti hefur nú sett inn slóð á greinina á blogginu sínu og í athugasemd við þennan pistil. Takk fyrir það, Gauti. Ég hleð „neðanmálsgreininni“ hér inn í .pdf til hægðarauka fyrir áhugasama, en hún heitir: Reinventing public service broadcasting in Europe: prospects, promises and problems og er eftir Johannes Bardoel og Leen d’Haenens.

Reinventing public service broadcasting in Europe: prospects, promises and problems

Flokkar: Bloggar

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ummæli

 • http://dagskra.ruv.is/ras1/4516983/2010/01/28/8/
  Hér er fróðlegt viðtal við Þorbjörn Broddason og Kristínu Helgu Gunnarsdóttur í Víðsjá fimmtudaginn 28.jan. Þar er m.a. lýst áhyggjum af að nefskatturinn renni ekki beint til ruv heldur fari fyrst í hítina og svo sé útdeilt. Það skapar hættu að klipið sé af honum, sem er enn meira freistandi í slæmu árferði og erfiðara er að gera áætlanir. Hef annars ekkert heyrt af niðurstöðum nefndarinnar sem þau voru í. Kannski eru þær ekki formlega komnar.

 • Takk fyrir ábendinguna, Solveig. Gott innlegg í umræðuna þarna. Ég bætti þessu inn í pistilinn í snatri.

 • RÚV án allra afskipta er nákvæmlega eins og það er núna. Miðill sem berst fyrir áhugamálum og hagsmunum starfsfólks RÚV og annarra ríkisstarfsmanna á kostnað okkar hinna. Og þau rukka okkur meira að segja fyrir þjónustuna.

  Þessi stofnun er skandall, fullkomlega ólýðræðisleg og án alls tilveruréttar. Nú þegar það er að koma betur og betur í ljós að við höfum ekki efni á að halda úti þessu risastóra ríkiskerfi þá verður RÚV vonandi undir niðurskurðarhnífnun.

 • RUV verður alltaf bitbein meðan pólitíkusar hafa eitthvað með RUV að gera !
  Veit ekki hvers vegna það eru bara pólitískir óvitar sem virðast hafa völdin með RUV !

  En það er líka ljóst að ,,einkvinageirinn“ hefur ekkert með RUV að gera og það á ekki að hleypa ,,einkavinageiranum“ inn á ,,svæðið“ !

  Einn háværasti í ,,einkavinageiranum“ þessa stundina sjálfur ,,Bárðason KANI“ vill kaupa Rás ! Er svona mikill gróði hjá ,,Bárðasyni KANA“ að hann heldur að hann geti keypt eitthvað ? Nei, ,,einkavinageirinn“ er að gera út að sama bullið og var í gróðvinavæðingunni !

 • Haraldur

  Ég tek undir það sem Gunnar segir og vill bæta því við að ef ríkið vill hafa ríkismiðil þá ætti að borga fyrir hann með fjármögnun frá Alþingi. (sumir segja afnotagjaldið vera til þess að ríkið geti ekki stjórnað fjölmiðlinum). Það er leiðinlegt að horfa upp á það að fátækt fólk getur ekki átt sjónvarp ef það getur ekki borgað afnotagjaldið.

 • Sæl Lára Hanna,

  Takk fyrir viðbrögðin, og tenginguna við ummæli Kristínar Helgu og Þorbjörns. Ég bjó til „neðanmálsgreinina“ sem ég gantaðist með við Egil í dag. Hún er á blogginu mínu: http://wp.me/p1bS0-3f

  með kveðju,

  Gauti

 • Ragnheiður

  Bíbí segir Þröstur

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is