Fimmtudagur 14.01.2010 - 10:27 - FB ummæli ()

Snákarnir og siðblindan

Snakes in suits - when psychopaths go to work

Snakes in suits - when psychopaths go to work

Í lok júlí í fyrra skrifaði ég pistil sem hét Snákar í jakkafötum með testosteróneitrun. Birti þar grein eftir Kristján G. Arngrímsson sem lagði út frá bókinni Snakes in suits – when Psychopaths go to work, eða Snákar í jakkafötum – þegar siðblindingjar fara í vinnuna. Siðblinda er þekkt í geðlæknisfræðinni en ég veit ekki hve vel hún hefur verið rannsökuð. Á hinum ágæta sálfræðivef persona.is er stutt grein um persónuleikatruflun sem kemur inn á siðblinduna. Þar stendur [leturbr. mínar]:

„Einhver alvarlegasta tegundin er persónuleikatruflun af andfélagslegri gerð, sérstaklega af því að hún kemur verst niður á öðrum. Hún einkennist einmitt af tillitsleysi við aðra og hneigð til að brjóta á öðrum í eiginhagsmunaskyni. Virðingarleysi fyrir siðum, reglum og lögum er áberandi og því komast þeir oft í kast við lögin og geta jafnvel verið síbrotamenn. Ofbeldi er ekki óalgengt, ef það á einhvern hátt þjónar þeirra stundarhagsmunum. Þeir beita gjarnan lygum og blekkingum og geta með persónutöfrum oft gefið af sér trúverðuga mynd. Þeir hafa litla stjórn á löngunum sínum, framkvæma fljótt það sem þeim dettur í hug, en sjá ekki fyrir afleiðingarnar og læra ekki af reynslunni. Þeir hafa grunnar tilfinningar, hafa ekki samúð með öðrum nema á yfirborðinu, hafa ekki hæfileika til að tengjast öðrum tilfinningaböndum og ástarsambönd verða því gjarnan skammvinn. Samviskuleysi og siðblinda eru megineinkenni þeirra. Stundum ná slíkir menn langt í þjóðfélaginu, ef þeir eru greindir og heppnast að komast í valdastöður.

Fleiri gerðir persónuleikatruflana hafa verið skilgreindar. Sumar þeirra bera með sér skyldleika við og fara stundum saman við ákveðnar tegundir hugsýki eða geðveiki, en meginmunurinn er yfirleitt sá að í persónuleikatruflun eru þessi einkenni orðin hluti af persónugerð mannsins, en ekki óþægileg, utanaðkomandi ógnun við persónuna, vanlíðan sem hann vill losna við, eins og er í hugsýki eða geðveiki.“

Í Fréttaaukanum á RÚV á sunnudagskvöldið var fjallað um siðblindu og siðblindingja, sem oft eru kallaðir psýkópatar eða sýkópatar upp á enska tungu. Horfum á umfjöllun Fréttaaukans og hlustum vandlega. Hér er einblínt á viðskiptalífið en stjórnmálin koma sterk inn líka.

Fréttaaukinn 10. janúar 2010

Hér er upprifjun á Enron-málinu.

Stefán Snævarr sagði í pistlinum Ísland og einræði psýkópatanna m.a. þetta: „Mín spurning er:  Getur verið að pólitík og viðskiptalíf á Íslandi hafi verið tekin yfir af psýkópötum á undanförnum árum? Ekki verður séð að útrásarherrarnir hafi nokkuð sem minni á samviskubit og það sama má segja um ýmsa þá sem vaðið hafa uppi í stjórnmálalífi landsins. Athugið að þetta fólk neitar algerlega að viðurkenna að það hafi gert neitt rangt en slíkt er einmitt meðal kennimarka psýkópatíunnar.“

Egill Helgason benti á pistil Stefáns og birti svo annan pistil með mjög athyglisverðum bréfum frá lesendum sínum. Lesið endilega bréfin sem Egill birtir – þau eru stutt og fljótlesin. Athugasemdir eru margar.

Nú er boltinn hjá ykkur, lesendur góðir. Er hugsanlegt að Íslandi – bæði stjórnmálum og viðskiptalífi – hafi verið stjórnað af siðblindingjum undanfarin ár og jafnvel áratugi? Prófið að máta þessar upplýsingar við persónur og leikendur í stjórnmálum og viðskiptum ja… segjum bara síðustu 10 árin fyrir hrun eða svo. Og auðvitað í hruninu sjálfu og eftirleiknum. Hefur einhver orðið var við t.d. iðrun eða samviskubiti hjá gerendum hrunsins? Viðurkenningu á að hafa breytt rangt? Breytingu á lífsstíl eða að einhver hafi lært á reynslunni? Berum svo saman lýsingarnar við þá sem nú eru við völd og þá sem eru að reyna að ná völdunum aftur.

Lesið pistilinn um hvernig testosteróneitrun olli efnahagshruninu. Lítið í kringum ykkur, á vini, kunningja, samstarfsmenn og aðra. Passa þeir við þessar lýsingar? Kalt mat. Og gleymum ekki að sýkópatar, eða siðblindingjar, eru stórhættulegir.

Snákar í jakkafötum – Kristján G. Arngrímsson – Morgunblaðið 7. júní 2006

Snákar i jakkafötum - Kristján G. Arngrimsson - Moggi 7. júni 2006

Snákar i jakkafötum - Kristján G. Arngrimsson - Moggi 7. júni 2006

Flokkar: Bloggar

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ummæli

 • Aðdáendur „framkvæmdastjórnmála“ lögðu sig fram um að gera grín að áherslu jafnaðarmanna á „samræðustjórnmál“. Gerendur og aðdáendur framkvæmdastjórnamálanna er sama fólkið og byggði upp kerfi siðblindunnar. Hámarki náði þetta með gölnum hugmyndum um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð, grundvallaða á mynstu fljótandi mynt í heimi.

 • Bjarki Guðlaugsson

  Það er kannski rétt að benda á að sumir stjórnast eingöngu af minnimáttarkennd, stolti og ólæknandi þrjósku. Þessir menn tala alltaf með því sem hentar þeim best á hverjum tíma og geta ekki með nokkru móti viðurkennt mistök verði þeim þau á. Ég er ekki að réttlæta eða afsaka nokkurn skapaðan hlut hjá þessum hálfvitum sem komu okkur á kaldan klakann bara að varpa fram fleiri hliðum á þarfri umræðu. Siðblinda er voðalega einföld og hentug greining á þessum mönnum og er þægileg huggun fyrir okkur sem urðum illa úti í hruninu. Það að svona stór prósenta af mannkyninu (eins og gefið er í skyn í þessari umræðu) sé í eðli sínu siðblind og alveg sama um náungan kemur ekki heima og saman við þær tölur sem ég hef séð um tíðni siðblindu og ég á afskaplega erfitt með að sætta mig við að þetta sé svona stór prósenta.

  Ég vil þó taka það fram að ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði og þekki ekki nýjustu rannsóknirnar í þessum efnum.

 • Ég hef mjög lengi verið þeirrar skoðunar, að valdasækni sé iðulega fylgifiskur geðvillu.

 • Þessi samantekt er til þess fallin að vekja spurningar og það læðast ákveðin nöfn um hugann, nöfn á persónum sem við þekkjum og höfum furðað okkur á hvernig hafa hagða sér. Ég er ekki sérfróð á þessu sviði, en almenn skynsemi og reynsla í gegnum árin hefur sýnt manni margt. Þakkir fyrir góða samantekt Lára Hanna

 • Bjarki, æ ég veit nú ekki hversu mikil huggun þetta er fólki sem varð illa úti. Reyndar held ég að það sé svolítið mikið hætt að tala um psychopata, heitir það ekki sociopaths núna? Og er einmitt talsvert algengari en fólk hefur haldið – psychopatíu tengir fólk við fjöldamorðingja og þess háttar glæpamenn, þeir eru augljóslega ekki heilt prósent mannkyns. Sociopatar geta auðveldlega verið mikið fleiri.

 • Gestur Erlendsson

  Lára Hanna, you say: „Er hugsanlegt að Íslandi – bæði stjórnmálum og viðskiptalífi – hafi verið stjórnað af siðblindingjum undanfarin ár og jafnvel áratugi?“

  Why limit this to Iceland? And why to the last decades? This feature of politics and economics is universal.

 • Alexander

  Sammála Hlyni Þór og þeir sem verst eru haldnir ná lengst á sinni braut. Hólmfríður, við þurfum ekki að vera SÉRFRÓÐ um þessa hluti til að skynja hvað sé rétt og hvað sé rangt. Almen skynsemi er nóg því að hún er tengd okkar innri visku sterkum böndum sem er hluti af uppsafnaðri visku og reynslu mankins. En stundum gerist það hjá sumum að þessar tengsl rofna.

 • Þessi brotalöm einskorðast ekki við Ísland og ekki við góðærið. Það hefur lengi hamlað allri framþróun í þroska mannsins í hinum vestræna heimi að hér verðlaunast fantaskapur og siðleysi í veraldlegum gæðum. Sem menn nota síðan til að svæfa og deyfa samviskuna.
  Hvort sem þetta er sjúkdómur eða ekki.

  Þessum hugsunarhætti þarf að breyta. Þessari goggunarröð sem setur þá gráðugu og spilltu ofaná en þá heiðvirðu undir, ætli mannkynið að þróast aftur út úr peningahyggju og gróðafíkn.

 • Jóhann Tómasson

  Ég er læknir og psykopatar eru „sérgrein“ mín. Þessar tilvísanir Láru Hönnu eru góðar enda er hún einn mikilvægasti fréttamaður Íslands.

  Lär känna psykopaten
  av
  Görel Kristina Näslund kom út í Svíþjóð árið 2004.

  Psykopatar verða svekktir ef þrengir að þeim. Þeir verða aldrei þunglyndir. Til þess skortir þá siðferði/siðvit.

 • Einar Tvennar

  Siðblindir þurfa blind viðföng til að virka.
  Viðfangið í þessu tilfelli er almenningur.

 • Smásaga úr hversdagslífinu sem kenndi mér mikið samkennd með öðru fólki. Móðir mín ætlaði að selja íbúð tengdaforeldra sinna sem hún hafði erft og maður á miðjum aldri gerði tilboð. Mömmu leist vel á tilboðið og skrifað var undir kaupsamning. Síðan líður og bíður og eitthvað virðist maðurinn hafa ætlað sér um of því að í ljós kom að hann var ekki borgunarmaður fyrir íbúðinni. Fasteignasalinn sagði mömmu að hann hefði verið lagður inn á geðdeild en að hún gæti krafið hann um ákveðna upphæð vegna þess að kaupsamningurinn var bindandi. Það sem mamma gerði og sagði þá er boðskapur sögunnar. Hún bað við fasteignasalann að rifta einfaldlega samningnum því að það hefði aldrei verið hennar lífmottó að nýta sér ógæfu annarra.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is