Þriðjudagur 09.02.2016 - 09:31 - FB ummæli ()

Svona ná þeir peningum af okkur

Bankar og önnur fjármálafyrirtæki rukka almenning um tugi milljarða í formi alls kyns þjónustugjalda, sem sífellt fara hækkandi. Það er ljóst að það þarf bæði frjótt ímyndunarafl og sterkan vilja til að finna upp öll þau gjöld sem fyrir hendi eru. Gjörið svo vel, hér er listi  með um 30 aðferðum til að ná peningum af okkur. Listinn þarf ekki að vera tæmandi:

Tilkynningargjald
Seðilgjald
Úttektargjald
Úrvinnslugjald
Umsýslugjald
Umsjón
Innheimtukostnaður
Þóknun
Dráttarvextir
Hraðbankagjald
Debetkortagjald
Vörsluþóknun
Útskriftargjald
Þóknun vegna peningaúttektar innanlands
Svargjald bankaþjónustu
Greiðslugjald
Greiðsluseðlagjald
Kortagjald
Milliinnheimtuþóknun
Þjónustugjald
Innheimtuviðvörun
Greiðsluáskorun
Birting greiðsluáskorunar
Innheimtuþóknun
Vextir á verðbætur
Banka- og seðilgjald
Skuldfærð þóknun
Leigugjald beinis (ekki banki)
Línugjald (ekki banki)

Á einni áminningu var tilkynningarkostnaður 260 krónur, en ef ekki var látið vita, þá kostaði það ekki nema 160 krónur.

Er nema von að fólki blöskri og sé búið að fá nóg? Og er nema von að uppi sé krafa um nýtt og heiðarlegra bankakerfi?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan(hjá)eyjan.is